Saga - 1960, Blaðsíða 51
ATHUGASEMD UM NAFNIÐ BRETLAND
43
III.
ATHUGASEMD UM NAFNIÐ BRETLAND
eftir Hermann Pálsson.
Heitið Bretland kemur fyrir í tvenns lconar merkingu í
fomritum vorum. I lærðum ritum er það notað um Stóra-
Bretland, og mun sú merking stafa frá latneskum eða engil-
saxneskum ritum, þar sem heitið Britannia eða Briten var
svo notað. Að sjálfsögðu er Bretland notað um Stóra-Bret-
land í íslenzku þýðingunni á Breta sögum, þar sem latn-
eska frumritið hefur Britannia. Frá latneskri eða engil-
saxneskri heimild er runnin tilvitnunin til Beda prests
hins fróða í formála Landnámu:
I aldarfarsbók þeirri, er Beda prestur heilagur
gerði, er getið eylands þess, er Thile heitir og á
bókum er sagt, að liggi sex dægra sigling norður
frá Bretlandi.
önnur dæmi þess, að Bretland sé notað um allt Stóra-
Bretland í íslenzkum fornritum verða ekki rakin hér. En
eins og kunnugt er, var Bretland einnig notað í þrengri
merkingu, um þau héröð Stóra-Bretlands, sem brezku-
Mælandi menn byggðu eftir landvinninga Engilsaxa. Um
margar aldir hefur brezk eða kymrísk tunga einungis
verið töluð í Wales, og það mun hafa valdið því, að úi>
gefendur íslenzkra fornrita hafa talið, að átt sé við Wales,
Þegar Bretlands er getið í sögum vorum. En eins og ég
mun sýna, á sú merking ekki við nema stundum. Áður
en það er gert, er einnig rétt að minna á, að fram á 11.
eld að minnsta kosti var kymríska töluð í Suðvestur-Skot-
landi, sem var sérstakt konungdæmi á þeim tíma, sem
söguatburðir gerðust. Margt er á huldu um þetta brezka
ríki, þegar fram líða stundir, en á 10. öld virðist það
hafa verið tengt konungi Skota. Er óþarft að minnast þess