Saga - 1960, Blaðsíða 148
140
ÁLITSGJÖRÐ OG TILLÖGUR UM STJÓRN ÍSLANDS
verið á báðum áttum, hvort þeir ættu að sitja þingið, en
daginn áður en þingið hófst var konungsbréfið 23. sept.
birt, „og þótti þá réttindum lands vors minni háski búinn
en áður, svo ekki þótti nauðsyn á að áskilja berlega neitt
um það efni, sem áður hafði komið til orða, fyrr en menn
sæi, hverju fram vindi“. Þannig farast Jóni Sigurðssyni
orð í Nýjum félagsritum 1849, bls. 45. Þessi orð Jóns
benda til þess, að þeir félagar hafi ætlað að setja einhver
skilyrði fyrir þingsetunni, áður en þeir sáu bréf konungs,
en ekki eru fundnar heimildir fyrir því, hver þessi skilyrði
voru. Það voru samantekin ráð þeirra að taka ekki þátt
í umræðunum á þinginu, því að þeir töldu, að þetta þing
ætti ekki að hafa nein afskipti af málefnum fslands. Sú
skoðun kom einnig fram í ræðu, sem A. W. Moltke flutti
við setningu þingsins (hún var raunar samin af Orla
Lehmann), en þar sagði hann m. a. „Tilhaganir þær,
sem eiga við hið frábrugðna ásigkomulag fslands og
snerta það sérílagi, geta ekki komizt í kring fyrr en
búið er að heyra álit um þau (sic) frá þingi á íslandi".
Þannig íslenzkar Jón Sigurðsson orð hans í Nýjum fé-
lagsritum 1849, bls. 45.
Grundvallarlagaþingið var sett 23. okt. 1848. Daginn
eftir var lagt fram frumvarp til „grundvallarlaga" fyrir
konungsríkið Danmörku og Slésvík og annað frumvarp
til kosningalaga. í grundvallarlagafrumvarpinu var
íslands hvergi getið, en í kosningalagafrumvarpinu var
svo fyrir mælt, „að frá íslandi skyldi kjósa 5 menn til
hinnar lægri málstofu Dana, sem þeir kalla „fólksþing",
en 2 til hinnar æðri, sem þeir kalla „landsþing", segir
Jón Sigurðsson í Nýjum félagsritum 1849, 46. bls.
Með þessu þótti sýnt, að „grundvallarlögin" skyldu ná
til íslands, eins og það væri amt í Danmörku, þó að ekk-
ert væri á það minnzt í frumvarpinu til grundvallarlag-
anna. Hér var einnig um fullkomið ósamræmi að ræða
milli konungsréfsins frá 23. sept. 1848 og ræðu Moltkes