Saga - 1960, Blaðsíða 13
1 M3NN1NG HANS
5
krefja. Rektorsræða hans níu nóttum fyrir andlát var
eitt með öðru til marks um það, að hann kveið ekki því
að bera merkið.
Það stóð því upprétt yfir falli Þorkels í fylkingar-
brjósti.
Ekki er höfðingjum hent að lifa hrumir við örkuml,
þótt hann hefði að vísu risið undir því sem öðru í hinu
ylríka heimili, sem hann átti. En það sló mig forlaga-
furðu, hve táknríkan dag hann var kallaður burt. Fár
veit, hvað Óðinn mælti í eyra Baldri vegnum, og enginn,
hvað Þorkell gamli á Fjalli muni sagt hafa á fimmtug-
asta ártíðardegi sínum í eyra óskmegi kyns, Þorkatli
Jóhannessyni, og eiga nú báðir sama dánardag.
Upp undir hvelfing Helgafells
hlýlegum geislum stafar;
frænda, sem þangað fór í kvöld,
fagna hans liönir afar.
B. S.
II.
Við íslendingar erum eina menningarþjóðin, sem mér
er kunn, sem á sér engin fræðirit um sagnfræði sem vís-
indagrein og ekkert yfirlit um sagnfræðiritun sína. Hér
eru því skoðanir manna mjög á reiki, eins og eðlilegt er,
á störfum og hlutverki sagnfræðinga og allt mat á verk-
um þeirra næsta frumstætt. Þegar minnast skal manns
eins og dr. Þorkels Jóhannessonar, verður ekki sneitt
hjá því að meta verk hans í þágu íslenzkrar sagnfræði.
Gildi vísindastarfa er ávallt afstætt; það er háð stöðu
þeirra í þróunarferli vísindagreinarinnar, samanburði við
þau verk, sem áður voru unnin. Viljum við meta á þann
hátt sagnfræðiverk Þorkels Jóhannessonar, verðum við
að gera okkur grein fyrir, hvernig umhorfs var í höll
»,drottningar húmanískra fræða“, þegar hann réðst til