Saga - 1960, Blaðsíða 108
Gories Peerse
Dar licht ein Landt Nordwest yn der See,
Van Deudtschen Lande, so men secht,
Veer hundert Myle ummetrendt efft mehr,
Ysslandt so ys syn Name recht.
Dat ys eventeurlick van Frost, Regen, Windt und Schnee,
Dartho van ungeheuren Bergen aver allen.
Dar vasset neen Gras sunder yn den Dalen.
„Það liggur land norðvestur í hafi; að sögn um það bil fjögur
hundruð mílur eða meira frá Þýzkalandi. Það heitir ísland réttu
nafni. Það er furðulegt vegna frosts, regns, vinds og snjávar, en
einkum vegna afar hárra fjalla. Þar sprettur gras einungis í döl-
unum“.
Þannig hefst fyrsta skýrsla eða ferðasaga, sem sjónar-
vottur semur um Island og birtir Evrópuþjóðum. Höf-
undinn, Gories Peerse, hefur varla órað fyrir því, að
hann öðlaðist ódauðlegt nafn í bókmenntasögunni, þótt
hann gæfi út illa orta þulu um ísland, 269 línur á lengd,
en þetta kvæði var upphaf mikila tíðinda.
Árið 1593 kemur út í Kaupmannahöfn Brevis Commen-
tarius de Islandia eða stutt Islandslýsing eftir Arngrím
Jónsson lærða. Þetta er fyrsta rit Arngríms, en í for-
mála, sem Guðbrandur biskup Þorláksson skrifar, segir
hann, að um 1561 hafi komið út í Hamborg andstyggi-
legt kvæði á þýzku og hafi það jafnvel birzt þrisvar eða
fjórum sinnum saklausum lýð til svívirðingar meðal Þjóð-
verja, Dana og annarra nálægra þjóða. Jakob Benedikts-
son segir í riti sínu um Arngrím og verk hans;
„Á því leikur enginn vafi, hvað knúið hefur Arngrím
Jónsson til þess að leggja út í langa baráttu gegn er-