Saga - 1960, Blaðsíða 139
RITFREGNIR
131
Þetta er í fyrsta sinn, sem nákvæm rannsókn er framin á hin-
um varðveittu gerðum og eins þeirri, sem Peder Claussön þýddi, en
er nú að öðru leyti glötuð. Helle vinnur verk sitt með gerhygli og
einbeitni. í örstuttum inngangi um bakgrunn alþýðulífs og viðburða
kemur einnig í ljós sögumennt hans og áhugi á þjóðfélagsöflum.
B. S.
Alkuin i norsk-islandsk overlevering, udg. af Ole Widding.
Editiones amamagnæanæ A :U. Kh. 1960.
Þýðingar helgar voru meðal hins fyrsta, sem íslendingar skráðu
á móðurmáli, eins og menn vita. Dr. Ole Widding, sem fyrr er að
mörgu góðu kunnur, gefur í riti þessu út bækling Alkuins: Um
dyggðir og löstu, — De virtutibus et vitvis, í latneskum frumtexta
°S hinni norsk-íslenzku þýðingu, sem hlýtur að vera að stofni frá
öndverðri 12. öld. Widding sannar það með yfirburðum, að hópur
islenzkra handrita hennar (raunar tveir) stendur mjög víða nær
elztu þýðingunni en Alkuins texti norsku Homilíubókarinnar, AM
619, 4to, sem er þó rituð um 1200. Finnur Jónsson hafði dæmt ís-
lenzku handritin ungleg (frá síðustu öld kaþólskunnar hér). Hefðu
tau þá eigi verið menningarsögulega merk né frætt okkur um 12.
aldar bókmenntir í erkibiskupsdæmi Niðaróss, eins og þau gera nú.
_ Þessi viðburður 1960 er allsterk áminning um það, að varasamt
sé að hugsa sér klerkmenntir Norðmanna 1100—1300 eitthvað annað
en klerkmenntir stólsklerka og klausturmanna á íslandi á sama
tíma eða gagnkvæmt: menntir þessara íslenzku klerka séu mjög
fi’ábrugönar norskum. Nánari rök geta menn sótt sér með því að
blaða í Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder.
Og miklu víðar og f jær í tíma knýtir meistari Alkuin og rit hans
tengsl við heildarþróun Vesturlanda. Mannsaldri fyrir daga Kveld-
uifs og Ingólfs Arnarsonar lézt hann gamall, 804, í klaustri sínu
suður í Tours, en lengst hafði hann unnið í átthögum sínum í Bret-
andi og stýrt síðan hirðskóla Karlamagnúsar keisara í Aachen
96. Þaðan kvíslaðist menningarstraumur til nokkurra þjóð-
anda fram eftir víkingaöld, og mjög óx bókagerð. Bókafjöldinn,
sem Alkuin ritaði sjálfur um flest guðfræðisvið, heimspeki, stærð-
ræ i og málfræði, entist kynslóð eftir kynslóð eins og frægð hans.
n á Norðurlöndum fer minna fyrir honum, og þar var það aðal-
ega dyggðaritgerðin, sem þótti brýnt lesefni konungsefnum, kon-
Ung'um og dómurum öllum. í Landslögum Magnúsar lagabætis og
1 - , frá 1281 eru smáþættir og atriði, sem lærðir menn hafa
®° í þá ritgerð. Hér eru þeir þættir birtir og með þeim skyldir
ex ar, teknir í lögbækur úr Konungsskuggsjá og viðar að. Að þess-
ri utgáfu frá Ámasafni er góður fengur. B. S.