Saga - 1960, Blaðsíða 120
112
GORIES PEERSE
1563 til 1568 virðist mér sennilegt, að þá sé yngri Peerse
einn í förum, en faðir hans fari með honum af einhverj-
um ástæðum til Islands 1569. Eftir það hætta þeir ís-
landsferðum um skeið, en 1584 mun yngri Peerse gera
út lítið skip til landsins, en ekki stundar hann þá útgerð
nema tvö eða þrjú ár, að því er séð verður. Ekki hefur
hann þó verið afhuga íslandsferðum, því að hans er
loks getið á Islandsfari 1592. Auðvitað geta heimildir
brugðizt að einhverju leyti, nafn Peerses fallið niður
einhver ár, sem hann hefur stundað Islandssiglingar, en
vafasamt er að álykta nokkuð um það. Einnig er mögu-
legt, að sá Peerse, sem um getur 1592 og á öðrum ára-
tug 17. aldar, sé þriðji liður frá skáldinu eða frændi
þess, en heldur þykir mér það ótrúlegt.
Skáldið Gories Peerse segist í kvæði sínu hafa ferð-
azt fyrir norðan, sunnan, austan og vestan á íslandi, „og
virðast mér fiskveiðar beztar fyrir sunnan og vestan.
Fyrir norðan og austan hafa menn betri vörur. Þar geta
menn búið til gott vaðmál, því að þeir hafa þar nóg af
sauðum, kúm og þéttvöxnum geitum“. Þessi lýsing mun
án efa rétt eins og margt annað í kvæðinu, en þar kennir
allmikillar þekkingar á íslenzkum aðstæðum. Þessi þekk-
ing sannar þó engan veginn, að hann hafi ferðazt jafn-
víða um ísland og hann lætur; hann getur stuðzt við frá-
sagnir kaupmanna fyrir norðan, og þarf aldrei að
hafa komið þangað. Af annálum sést einungis, að
Gories Peerse hefur siglt oft á Hafnarfjörð. Þeir Jurgen
vam Hagen, Cordt Harwerdenn og Hermann Struckmeirer
voru allir Hafnarfjarðarkaupmenn, en mér er ókunnugt,
hvar Peter Eggers og Peter Wircke verzluðu.
Hér eftir er það varla álitamál, að Gories Peerse, höf-
undur kvæðisins um ísland, hefur verið hér á landi, í
Hafnarfirði, árið 1554 og því sjónarvottur að Heklugosi.
Ekki er ólíklegt, að þeir feðgar hafi orðið fyrir einhverj-
um óþægindum hér við land, eftir að kvæðið kom út. Að
minnsta kosti svellur Arngrími og Guðbrandi móður í