Saga - 1960, Blaðsíða 23
í MINNING HANS
15
og verk þeirra, sem ruddu honum brautina. Hann var
löngum ritstjóri blaða og tímarita: Samvinnunnar, Nýja
dagblaðsins, Dvalar, Andvara og Almanaks Þjóðvina-
félagsins. Hann ritaði fjölmargt um bókmenntir og önn-
ur menningarmál, og persónusögu, sem hér verður ekki
rakið að sinni. 1 Skírni skrifaði hann m. a. snjalla rit-
gerð um Jón biskup Arason, fjögur hundruð ára minn-
ing, 1950, og Dagur er upp kominn, Hundrað ára minn-
ing þjóðfundarins 1951. Hann skrifaði um íslenzka sögu
í ritið Norden í 1000 aar, Khöfn 1954, gaf út bréf og rit-
gerðir Stephans G. Stephanssonar og ævisöguþætti um
hundrað íslendinga. Hann sinnti ýmsum störfum í þágu
menningarfélaga: var m. a. í stjóm Hins ísl. bókmennta-
félags og forseti Sögufélagsins, en hér verður að láta
staðar numið. Ég vonast til þess, að Menningarsjóður gefi
út ritgerðasafn Þorkels Jóhannessonar og því fylgi ræki-
leg grein um fræðistörf hans. Með honum er til moldar
genginn einn helzti brautryðjandi nútíma söguvísinda á
íslandi.
B. Þ.
Satt og logið frá íslandi að fornu
í írlandslýsingu sinni (Topographia Hiberniae) kemst Giraldus
Cambrensis þannig að orði 1187:
ísland er stærst eyja í norðurhöfum og liggur þriggja daga sigl-
ingu norður frá írlandi. Þar býr fámál og sannorð þjóð; hún talar
sjaldan og stutt, því að hún kann ekki að Ijúga, enda fyrirlítur hún
ekkert meira en lygar. Hjá þessari þjóð er sami maðurinn prestur,
foringi og höfuðklerkur (Pontifex), því að biskupinn hefur völdin
bæði í stjórnmálum og trúmálum. Þar sjást sjaldan eða aldrei þjóta
eldingar, og sjaldan eða aldrei slær þeim niður. Það er líka mjög
s.ialdgæft, að þrumur skjóti mönnum skelk í bringu. En þeir hafa
aftur annan djöful að draga, sem er miklu verri viðfangs. Á hverju
ari eða annaðhvort ár kemur upp eldur einhversstaðar á eynni,