Saga - 1960, Blaðsíða 34
26
BROT ÚR HEIMSMYND ÍSLENDINGA
En þótt fornmenn hafi hugsað sér, að Vínland væri
austar en austurströnd Norður-Ameríku er í rauninni
og þeir hafi ef til vill talið það liggja heldur sunnar en
írland, þá er þó ærið langt til Afríku. Hvað kom mönn-
um til að ætla, að Vínland gengi af Afríku? Ég hef hvergi
fundið neitt, sem skýrir þá ímyndun til hlítar,* 1' en óhjá-
kvæmilegt virðist að gera ráð fyrir, að þar hafi hin
norræna heimsmynd ruglazt eitthvað fyrir áhrif frá
heimsmynd manna sunnar í álfunni.
Við málsgreinina í landalýsingunni: „Þa&an er eigi
langt til Vínlands, er sumir menn ætla, aS gangi af Aff-
ríka“, — hefur verið bætt í öðru handriti hennar, rituðu
1387: „— og ef svo er, þá er úthaf innfallandi milli Vín-
lands og Marklands.“ Sú viðbót minnir greinilega á þá
sögn í Historia Norvegiae, að úthafið streymi inn milli
Grænlands og afríkönsku eyjanna. Menn gátu ekki hugsað
sér landahringinn alveg lokaðan sökum hafstraumanna.
En hverjar eru þessar afríkönsku eyjar?
Sumir hafa talið, að þar væri átt við Helluland, Mark-
land og Vínland, en fyrir því skortir öll rök. Er miklu
líklegra, að átt sé við Kanaríeyjar eða jafnvel Azoreyjar,
því að báðir þeir eyjaflokkar voru kunnir Aröbum á 12.
öld, og getur vel verið, að einhverjar sagnir um þær hafi
borizt til norðurstranda Evrópu.2) Getur þá einnig komið
íellsnesi tll Angmagsallk (340 sjómilur, 650 km.) eða öllu heldur að Bláserk, sem er
suðvestar og íjœr. Það er meira en sá meðalhraði, ca. 7% slðmila á klst., se'm Snorrl
Sturluson œtlar Þórami Nefíðlfssyni á slgllngu írá Mœri til Eyra (Eyrarbakka) i er-
lndum Ólafs konungs, er hann lœtur Þðrarln segja á Aiþingl komlnn: „Ég skildumst
íyrir fjórum nóttum vlð Ólaf konung Haraldsson. Sendl hann kveðju hingað til lands
öiium höfðingjum og Iandsstjðmarmönnum . . .“ (Hkr. II, 215). B. S.
1) Sagnlr um Ianddýr & Vinlandi gátu sannfœrt menn um, að það vœri áfast vlð
meginland. Elnfætingaland er i lærðra manna ritum Evrópu talið helzt tll Blálands
(Hauksbók 166), sem var hlutl af Afriku. Sögn um clnfætlinga á Vinlandl gat vcrið
tengd þeirri hugmynd og átt þátt i norrænnl kenningu um landtengslln,
2) Azoreyjar austustu eru beint suður af BJargtöngum, en hin vestasta h. u. b. suður
aí Angmagsallk. Hafl vltncskja um, hve margar dagleiðlr væri að slgla frá Portúgal
til Azoreyja, borizt i hendur norrænum pílagrimum, er vitjuðu St. Jago á Spáni,
elns og Hrafn Sveinbjarnarson gerði, og verlð tekin tll samanburðar við útrelknlnginn
á iegu vinlands, sjá bls. 24 og kortið, bentl allt tli þess, að Vinland væri skammt
norður af Azoreyjum eða teygðist e. t. v. suður með þelm og til Afrikustranda. B. S.