Saga - 1960, Blaðsíða 47
GOÐMÖGN EÐA JARÐFRÆÐI ...
39
skeldýraleifar hátt yfir sjó. Þá fyrst, er landafræðiþekk-
ing Grikkja og tilheyrandi kynjasagnaforði voru orðin
geysilega víðtæk, gat þeim hugkvæmzt, að sagnir um
refsandi syndaflóð í sumum löndum, hvarf smáeyja í
sæ við eldsumbrot eða lyfting annarra eyja af svipuðum
orsökum mundu vera alls ónóg skýring á þeim útbreiddu
náttúruauðkennum, sem sýndu, að láglendi ýmissa landa
hafði forðum legið öldum saman undir sjó. Það er engin
tilviljun, að hinn fyrsti, sem reyndi að draga vísindalega
heildarályktun um þetta, var hinn landfróði, raunsæi
Aristoteles (384-322 f.Kr.). Ummæli hans eru varfæmis-
leg, en aðallega fullyrti hann (Meteorologia, 14. kap),
að það hafi ekki ávallt verið sömu jarðarsvæðin, sem
lágu undir sjó, né sömu svæðin jafnan verið þurrlendi,
heldur eitthvað til skiptis, og virðist hann gera ráð fyrir
löngum tíma til hverra umskipta.
Eratosþenes frá Kyrene (275—195 f. Kr.) mun hafa
útfært þessa hugsun nánar og hafði víst áhrif á land-
fræðinginn Strabo (63 f. Kr. til 20 eftir fæðing Kr.),
sem eignaðist svo mikla kunnáttu um afstöðubreytingar
láðs og lagar, að næstu 17 aldir stóðu þar allir menn
honum að baki. Strabo kennir mest landsigi og landlyft-
ingum um breytingarnar; hyggur áhrif sjávarágangs
(eða syndaflóða!) aðeins smávægileg: „Eigi aðeins stöku
landhryggir eða smáar eyjar og stórar geta lyfzt, heldur
heil meginlönd." Meira að segja átti Wegenerskenning
þar undanfara; Strabo hugði Sikiley hafa slitnað frá
Ítalíu í landskjálfta. Hann tilfærir sanna sögu um eldey,
sem menn sáu koma úr sjó á 2. öld f. Kr., og að sjálf-
sögðu vefst gríska þjóðsagan um hið sokkna eyríki At-
lantis inn í kenningar hans.
Eigi er að vita, nema grísk áhrif til Gallíu og um milli-
lði allt 111 írskra lderka síðar eigi þátt í keltneskum sögn-
Um um sokkin lönd eða úr sæ risin, og áþeklt þeim er 13.
a clai þjóðtrú um Gotland í Eystrasalti, að í öndverðu