Saga - 1960, Blaðsíða 63
SAMRUNI GOÐORÐA f FÁ VELDI
55
eins og Helgakviða segir. — Skylt er ég skjóti hér inn,
að í þýðingu Grágásar á latínu 1829 var setningin: Þá
voru þing óslitin — þýdd sejn um stjómarumdæmi (skatt-
lönd) væri að ræða, en hvorki vorþing né þingmanna-
hópa samþingisgoðanna: „tum toparchiae erant indi-
visae.“ Meinloka þessi leitaði fast á að smjúga í hug
lögskýrenda vorra í Kaupmannahöfn og Þýzkalandi, og
fleiri rangþýðingar í þeirri útgáfu, sem annars var fein
merkasta, hafa leitt til erfiðis löngum síðan. Víkjum frá
því í bráð.
Vitnisburðir um eyðing vorþinga og samdrátt goðorða
á fáar hendur hafa aldrei verið dregnir í einn stað og
tengdir þannig við 12. aldar þróun, enda er vitneskjan
sumstaðar óbein og ekki skýr.
Engar heimildir eru um það, hvort nokkur vorþing
hafi verið haldin sunnan lands og austan á 12. öld,
nema skuldaþing hafa átt sér stað, eins og verðlags-
skrár úr Ámess og Rangár þingsókn frá þeim tíma
bera vitni um. f hverju héraði, þar sem einn höfðingi
varð allsráðandi á hverjum tíma, með skjólstæðingum,
virðist sú breyting gerast hljóðalaust, að sóknarþing
leggist niður, enginn stefni sökum gegn samhéraðsmönn-
um til vorþings, en sakir og sóknir flytjist að öðru leyti
til alþingis. Ráðríki Jóns Loftssonar eða Haukdæla
sumra skýrir þetta að nokkru, og Sunnlendingum var
ekki hægara og ljúfara að sækja neinn annan þingstað
en Þingvelli. Um hinn friðsama Austfirðingafjórðung er
vitað að goðorð hafa safnazt í kyrrþey á fáar hendur á
12. öld, formenn tveggja ætta farið með þau öll, og
löngu fyrr en sóknarþing tóku að leggjast niður í heilum
fjórðungum munu Austfirðingar hafa orðið sammála
um, að Þingmúlaþing skyldi eitt látið duga fyrir svæðið
allt milli Langaness og Lónsheiðar. Norðan lands erum
við svo heppnir að hafa nokkuð trúverðuga frásögn í
Ljósv.s. um sóknarþing í Hegranesi snemma á dögum fs-