Saga - 1960, Blaðsíða 72
64
FULL GOÐORÐ OG FORN OG HEIMILDIR FRÁ 12. ÖLD
þaS lög, segir Ari, að sókn um víg skyldi gerð á því þingi,
sem næst var vettvangi, og sækja varð á Þingnesþingi
brennumálin úr örnólfsdal. Þarf eigi aðra sönnun en
þessa um það, að hvorki skipti Hvítá fjórðungum né
þingmannasveitum áður.
Á sama tíma sem í Þingnesi var þingað fyrir Borg-
firðinga norðan Hvítár sem sunnan, hefur þinghald í
Ámesi á mótum Ámesþings og Rangvellingahéraðs víst
verið aðalþing þeirra héraða beggja1) Ókunnugt er, hvort
seinni tíma venja Austfirðinga um sameining tveggja
vorþinga á einn þingvöll hefur átt sér fyrirboða á 10.
öld. Norðan lands hafa menn hugleitt, hvort Vaðlaþing
og Hegranesþing mundu eigi nægja fjórðungnum, en
mótstaðan, sem Ari lýsir gegn því 963, er ekki sönnun
um, að þingin fjögur nyrðra hafi verið komin á fastan
fót, heldur um það, að ógerlegt mundi að fækka goðorð-
um niður í 3 í hvorum helmingi fjórðungs sem var og
goðar tólf vildu allir sitja lögréttu.
Niðurstaða athugana er sú, að fyrstu mannsaldra,
sem vorþing voru hér háð, hafi öll þing, sem merkar
heimildir eru um, gilt fyrir stærra svæði en varð eftir
þingaskipun Þórðar gellis og sum hafi verið bein fyrir-
mynd að fjórðungsþingaskipun hans. Alþingi hefur brátt
annað öllum hlutverkum fjórðungsþinga og þetta leitt til
þess að vanrækt yrði að halda þau.
Þetta er í öllu eins og vænta mátti eftir landfræðilegan
samanburð við Gulaþingslög. 1 öðru lagi birtist nú sam-
eining vorþinga á 12. öld ekki sem tortíming þeirra,
heldur a. n. 1. sem afturhvarf til hins upphaflega og vel
skapaða.
Það gerir aftur skiljanlegra en fyrr, að höfðingjar, sem
gengust fyrir sameiningu, þurftu engri þvingun að beita
til hennar, og hún gerðist jafnan hljóðalaust. Eftir á varð
1) Ólafur Briem: Ámesþingstaður. Saga II, 383 o. áfr.