Saga - 1960, Blaðsíða 61
SAMRUNI GOÐORÐA í PÁ VELDI
53
dóm til að fylla rétta tölu, 36. Þá gat hver þeirra aðeins
lagt til 3 dómendur, og réð hlutkesti því, í hvaða dóma
hann nefndi, en við lá þriggja marka sekt, ef hann nefndi
í annan dóm en hann hafði hlotið (Grág. la, 39)11 Sinn
þingmann skyldi hver í dóm nefna. Vöntun hins fjórða
manns úr hverju norðlenzku goðorði í fjórðungsdóma
orðast eins og um lögréttuskipun var sagt: forn goðorö
Norðlendinga öll eru fjóröungi skerð a‘ö alþingisnefnu við
full goóorö önnur öll á landi hér. Ari tekur fram, að al-
þingisnefna þýðir þar bæði dómnefna og lögréttuskipun.
Samruni go'öoröa i fá veldi.
Slitin þing 12. aldar.
Lögbækur minnast oft á slitin þing, og kemur að jafnaði
í ljós, að þar sé um afbrigði frá eldri reglu að ræða, en
þó gerist þau víða.* 2) Orðalagið sjálft felur í sér, að fyrr-
um voru þing óslitin. Minnzt er og á eydd þing í lögbók-
unum. Hvort tveggja á við vorþing héraða.
Upphaf Þingskapaþáttar getur um hin óheillavænlegu
þingslit samtíðar sinnar sem fráhvarf frá þessari megin-
íeglu dómsmála, sem hér er lýst:
„Skal goöi hver nefna mann í dóm, er fornt goöorð
hefir og fullt. En þau eru full goöorö og forn, er þing
voru þrjú í fjóröungi hverjum, en goöar þrír í þingi
hverju; þá voru þing óslitin.“
Orðalagið, sem sýnir fækkun goða og þinga, gæti verið
lunnið frá Lögréttuþætti eða jafngamalt honum, en við-
bótin um slitin þing (þ. e. ekki óslitin) hlýtur að vera
r er relknlngsdæmið ekki gert upp (elns og þó mundi hægt eftir íomum hlut-
^es sreglum) 1 samrœml viö þá skoöun Vilhjálms Finsens, að 9 dómendur hafi verið
íjórðungsdómi fullum. Andmæli Einars Arnórssonar I Réttarsögu Alþingls (1930) og
óns Jóhannessonar í íslendinga sögu 1956 munu nægja gegn henni.
2) Konráö Maurer mun fyrstur hafa séð, að hvað sem skilgrelningin ,,slitin þing
knaði ætti hún við ástand vorþinga og héraða á 12. öld, en engan veginn I heiðni
(Island, MUnchen 1874, 102-03). Um nútíðarskoðun sjá Jón Jóhannesson: íslendinga s. I,
W56, 70, 281.