Saga - 1960, Blaðsíða 126
118
RITFREGNIR
eiga að miklu leyti rætur að rekja til þess, að hér drottnuðu ekki
neinir ríkisriddarar yfir sauðsvörtum almúga. Meginatriði þessa
máls er í því fólgið, að hér voru staðhættir gjörólíkir því, sem
annars staðar tíðkaðist, þess vegna varð þjóðfélagsþróunin með
sérstökum hætti.
Kynslóðum síðustu alda er gjarnt að hugsa sér þjóðir sem fast-
mótaða heild, hundna einhverju ákveðnu landsvæði. Þetta er mjög
villandi skoðun, því að þjóðir Evrópu hafa til skamms tíma sögu-
lega séð verið á faraldsfæti um álfuna; þær hafa einungis haldið
kyrru fyrir að mestu síðustu 1000 árin. Germanska þjóðflokka bar
til Noregs allt fram á 6. öld, og á 9. öld ríktu margs konar siðir
í ýmsum héruðum Noregs; þetta er ekki nýr vísdómur, því að frá
honum er greint í öllum sagnfræðiritum um elztu sögu Noregs. Um
900 greinast Norðmenn í Rygi, Herði, Rauma, Þrændi og aðra
ættflokka, sem búið höfðu misjafnlega lengi í landinu og áttu sér
ólík lög og stjómskipan. Það er alrangt hjá Skúla Þórðarsyni, þeg-
ar hann fullyrðir, að „fræðimenn hafi ekki komið auga á það, að
hinir innfluttu þjóðflokkar héldu sérkennum sínum í menningu og
þjóðfélagsháttum". Ég þekki ekki einn einasta fræðimann, sem
heldur því fram, „að Noregur hafi verið ein heild, hvað menn-
ingu og þjóðskipulag snerti, þegar víkingaöld gekk í garð“, en sú
segir Skúli að hafi verið skoðun þeirra, unz Barði Guðmundsson
sýndi fram á hið gagnstæða. Hefðu fræðimenn verið haldnir slíkri
firru, væri framlag Barða til norrænna sagnfræðivísinda mikið.
Mannlegt líf er flókið og fjölþætt og erfitt að skilja það og skýra
í öllum sínum margbreytileika. Sumir þeir, sem við sagnfræði fást,
falla fyrir þeirri freistni að grípa feginshendi við yfirlætismiklum
skýringum, sem eiga að verða þeim eins konar þjófalyklar að vanda-
málum sagnfræðinnar. Börn spyrja: „Af hverju?“, og lata sér
nægja einföld svör. Marga fýsir að vita, af hverju þjóðfélagsþróun
og menning íslendinga varð með öðrum hætti en úti á Norðurlönd-
um; —Herúlakenning Barða virðist mér einfalt, en jafnframt
barnalegt svar við þeirri spurningu.
Fyrstu fimm ritgerðirnar í bók þessari eru gagnmerkar og hafa
skipað Barða á bekk með fremstu sagnfræðingum okkar. Þessar
ritgerðir eru: Tímatal Ara fróða (áður óprentuð), Tímatal annála
um viðburði sögualdar, Goðorðaskipun og löggoðaættir, Goðorð
fom og ný og Uppruni Landnámabókar. í ritgerðinni Goðorð forn
og ný greiðir Barði á hinn skynsamlegasta hátt úr fornu vanda-
máli, og allt eru þetta grundvallarrannsóknir á mikilvægustu at-
riðum sögu vorrar. Tímatal Ara fróða er elzta ritgerðin (hluti úr
prófritgerð 1929), en um það atriði hefur margt og mikið verið
ritað síðan og menn ekki orðið á eitt sáttir. Með ritgerðum sínum