Saga - 1960, Blaðsíða 43
GOÐMÖGN EÐA JARÐFRÆÐI ...
35
leg náttúrusköpun úr æginum. Þetta táknar ekki aðeins
óbeit skálds á barnalegri persónugervingu allra náttúru-
afla, heldur afneitun á því sameiginlega meginefni krist-
innar og heiðinnar trúar, að ekkert afl nema guðleg hönd
(eða Surtar) stýri dómsdegi og yppti seinna nýrri jörð úr
sæ.
Til sannindamerkis um það, að boðun þessi sé ekki
kristin, er skáldið svo hugulsamt að geta þess í 59. v.,, að
það er öSru sinni, sem jörðin leikur þetta að lyftast úr hafi,
og unnu Óðinn og bræður hans að því hið fyrra sinni, 4
vísa.
Þótt skyggnzt væri logandi ljósi um allar gáttir sann-
heiðinna eða kirkjulegra heimilda á miðöldum, finnst ekki
þvílíkur hugsanaferill þar. Enda er honum hvergi fylgt í
neinni alvöru í ritaldarbókmenntum Islendinga, allt til
endurreisnartíma.
Þó ber að nefna orð Snorra goða í trúskiptadeilum á
alþingi sumarið 1000. Jarðeldur kom upp, og sögðu menn
hraun mundu hlaup á bæ Þórodds goða í ölfusi og sæist
nú reiði goðanna gegn trúboðinu. Þá mælti Snorri: „Um
hvað reiddust goðin þá, er hér brann hraunið, er nú stönd-
um vér á?“
Kristnisaga Sturlu Þórðarsonar (Bisk. I, 22) byggir
vafalaust á gamalli ritheimild um þessi orð, og ekki er
ástæðulaust að halda, að Þuríður dóttir Snorra hafi
komið þeim í hendur þeim, sem ritfesta mátti þau síðan
á 12. öld. Trúleikur ummælanna styrkist við það, hve
hugsun þeirra um ópersónuleik og óguðleik náttúruham-
fara er náskyld Völuspá, jafngamalli heimild. Náttúru-
umbrot hafa verkað sterkast á dómgreindina, meðan þjóð-
in vai' ný og óvön landinu, enda ekki búin að krækja
sér í bóklegar rangskýringar miðaldamanna.