Saga - 1960, Blaðsíða 80
72
FULL GOÐORÐ OG FORN OG HEIMILDIR FRÁ 12. ÖLD
arfarssögunnar ljósari en áður og raunréttar. Hins var
lítt freistað nú að túlka þjóðfélagsöflin, sem stuðluðu
að breytingum, eins og t. d. Björn Ólsen gerði með óviss-
um árangri í riti sínu Um kristnitökuna (Rvk. 1900).
Aðalatriði er mér að sýna, að enga öldina 930—1262 er
hægt að kalla kyrrstöðuskeið í stjórnþróun og sumir
þættir hennar hafa látið eftir sig minjar í lagabreyting-
um, þótt mestu breytingamar fælus.t í breyttri laga-
framkvæmd, eftir því sem nýjum valdhöfum hverrar
kynslóðar hentaði bezt.
En minnisverð söguskoðun 19. aldar um, að kyrrstaða
hafi ríkt, er t. d. túlkuð í sæmilega hófsamri mynd
hjá Finni Jónssyni prófessor 1901.x) Hann segir
m. a.:
,,En aldrei nokkru sinni er þess með einu orði getið,
að nokkur óánægja hafi verið hjá þeim, er eigi voru lög-
réttumenn. Og er það auðskilið. Skipulagið var, sem sagt
var, svo samkvæmt hugsunarhættinum, að engum hefur
komið til hugar að kurra. Og enginn vafi er heldur á
því, að það hafa jafnan verið beztu mennimir, sem voru
lögréttumenn. Svona var fyrirkomulagið allt til 965. Á
því ári urðu breytingar gerðar, er sérstaklega snertu
vamarþing manna. Það er Ari, sem segir frá þeirri réttar-
bót . . .“ en þó skyldi jöfn dómnefna og lögréttuskipun
úr þeira fjórðungi sem úr einum hverjum öðrum.“ Það
er mein, að Ara hefur orðið það á að orða þetta svona
. . . Það var ekkert tillit tekið til fjóröa þingsins í Norð-
lendingafjórðungi við dómnefnuna, — hún var jöfn fyrir
alla. öðru máli var að gegna um lögréttuna. Þar var ekki
sleppt fjórða norðlenzka þinginu . . . Það er bágt að
skilja eða hugsa sér, að nokkur óánægja hafi getað átt
sér stað með þessa tilhögun . . . Það voru sömu goðamir,
sem höfðu völdin eftir 965 sem áður, aðeins að 3 við-
bættum, er þó fengu ekkert með dómnefnu að gera.
1) Eimreiðin 1901, 9-11.