Saga - 1960, Blaðsíða 129
RITFREGNIR
121
ekki að neita, að skrítin tilviljun ræður því, að tiltölulega margir
bæir bera staða-nöfn í Norður-Múlasýslu, en á Austurlandi er
færra um kvenna-staði en í öðrum landshlutum, segir Barði, og
skal það ekki rengt. Hér er þó um svo lítið atriði að ræða, að af
því verða engar mikilsháttar ályktanir dregnar í íslenzkri menn-
ingarsögu.
í kaflanum: Skáld, svín, saurbýli — reynir Barði að leiða rök
að því, að hin forna norræna skáldmenning hafi flutzt til íslands
„með frjósemisdýrkendum, sem kvenguði hylltu“. Hann byrjar á
því að rekja þjóðsöguna um Heiðnarey á Breiðafirði, en hún greinir
frá því, að bóndinn í Múla á Skálmarnesi flutti fólk til launblóta
út í eyju þessa fyrst eftir kristnitöku og þáði gjald fyrir ferju og
vöktun. Sögunni til stuðnings eru örnefnin Blóthvammur og Blót-
steinn í eyjunni og Saurlífisgjá. Saga þessi er í þjóðsögum Ólafs
Davíðssonar I. bindi bls. 7, en elztu gerð hennar finn ég í Sókna-
lýsingum Vestfjarða frá því um 1840, útg. Rvík 1952, bls. 97. Saga
þessi verður sennilega ekki rakin lengra aftur, en af þeim sök-
um er óheimilt að draga af henni ályktanir. Einnig veikir það sann-
leiksgildi hennar, að nafnið Heiðnarey virðist fyrst koma fram á
tínxum rómantíkur 19. aldar. í Jarðabók Áma Magnússonar, 6. bindi
1938, bls. 259 og Sýslulýsingum 1744, Rvík 1957, bls. 159 nefnist
eyjan Heinarey, og mun það upphaflegt nafn hennar. Þessum at-
riðum gefur Barði engan gaum, en dregur af þjóðsögunni þá ályktun,
að í Saurlífisgjá hafi frjósemisdýrkendur framið helgiathafnir Frey
til dýrðar. Hann ber Guðbrand Vigfússon fyrir því, að örnefnin:
Saurar, Saurbær, Sýrströnd, Súrdalur og önnur slík bæði á ís-
landi og í Noregi séu dregin af því, að þar liafi í fyrndinni verið
stunduð Freysblót, þar hafi menn fest meiri átrúnað á Frey og
Freyju en í öðram héruðum. Þessi kenning styðst við það eitt, að
sýr r= svín er eitt af nöfnum Freyju. Þótt Guðbrandur Vigfússon
væri fræðimaður góður, þá gat honum skjöplazt sem öðrum, og hér
fer hann villur vegar. Orðin saur og sýr = svín eru óskyld að upp-
runa, og verða því þessar bollaleggingar út í hött. Sama er að
segja um hugtakið saurlífi, sem Barði telur, að hafi upphaflega
táknað heiðna helgiathöfn, en barátta kirkjunnar fyrir því að af-
nema þá ósiðsemi hafi gert það ógeðfellt í málvitund manna. Hér
mun staðreyndin hins vegar sú, að saurlífi sé þýðing á latnesku
hugtaki, — immunditia corporis: saurlífi líkamans (Hom. 16. 25),
fornicatio, sem táknar almennt kynferðilegt saurlífi, og er einnig
hugsað sem andstæða við hreinlífi.
Þegar Barði telur sig hafa sannað, að frjósemisdýrkendur hafi
stundað saurlífi sem lielgiathöfn, ræður hann þá til vistar á Saur-
bæjum, en tekst síðan með allmikilli hugkvæmni að sveitfesta skáld