Saga - 1960, Blaðsíða 86
78
NOKKRAR ATHUGASEMDIR UM UPPHÆÐ MANNGJALDA
þeim er eyrir silfurs sama og 16 álnir vaðmáls. Báðir
síðarnefndu aurarnir, eru þinglagsaurar, helmingaaurar
12.—13. aldar.
Tillit ber að taka til þessara mismunandi aura við út-
reikninga. Hins vegar er sæmilega öruggt, að um sama
lengdarmál er að ræða. Það er afleiðing af virðingarregl-
um tíundarstatútunnar 1096, svo að eigi sé annað nefnt.
Enn fremur ber að líta á silfurgengi þau á móti vað-
málum, sem þekkt eru; þ. e. 1:8, 1:7,5 og 1:6.
Svo ber að líta á kúgildi þau, sem þekkt eru; þ. e. 120
álna, 96 álna, 90 álna og 72 álna eða 20 aura, tveggja
marka, 15 aura og 12 aura.
Einnig ber að taka tillit til verðs kúgildis í silfri. Sé
athugað fjárlagið, sem talið er elzt, í DI, I, bls. 164 o. áfr.,
þá sést, að kúgildið er þar talið 120 álnir, því bls. 166
segir: „Ef maðr geldr merhross vetrgamalt fur þriðjung
kúgildis, þá skal fylgja eyrir“, þ. e. sex álna eyrir, sbr. bls.
164 og Jónsbók Kp. 6. Eyrir brennds silfurs er í sama f jár-
lagi talinn 45 álnir. Kúgildið kostar þá raunverulega 2%
ejrri, en silfurverð hennar er 112,5 álnir, fellt verð 90 álnir
(2 aurar silfurs). Þinglagið svonefnda virðist vera verð-
reikningur, er leggur til grundvallar kúgildi, er fellt hef-
ur verið 20%, þ. e. tveggja silfuraura kúgildi. Sé gengið
1:8 notað, er kúgildið 120 álnir. Þessi felling upphæðar
kemur á síðari öldum fram í umreikningum til sakfalls-
eyris. Sé nú texti Konungsbókar lagður að jöfnu við
624, þá mætti segja sem svo, að hundrað silfurs væri 480
álnir vaðmáls.
Nú má hefja leit að einingu þeirri, sem margfölduð
með 120 gerir 480 álnir. Einingin er sýnilega andvirði
4 álna.
Sé hálf mörk vaðmála reiknuð í 6 álna aurum, þá eru
24 álnir í eyri silfurs. Andvirði 4 álna yrði þá Ye úr eyri
eða x/2 örtugur..
Séu þriggja álna aurar notaðir, er hálf mörk vaðmála
12 álnir. Andvirði 4 álna yrði % úr eyri eða örtugur.