Saga - 1960, Blaðsíða 26
18
BROT ÚR HEIMSMYND ÍSLENDINGA
Helluland, þá Markland. ÞaSan er eigi langt til Vínlands,
er sumir menn ætla, aS gangi af Affríka. England og
Skotland ey ein eru, og eru þó sitt hvort konungsríki.
írland er ey mikil. ísland er og ey mikil í norður frá
trlandi. Þessi lönd öll eru í þeim hluta heims, sem Evrópa
er kallaöur“.1)
Við könnumst við öll þessi landanöfn. Sum eru enn
notuð, önnur kunn af íslenzkum fornsögum. En þó er
þarna ýmislegt, sem kemur oss á óvænt. Fyrst og fremst
má nefna það, að Grænland, Helluland, Markland og Vín-
land skuli vera talin til Evrópu.2) En þó kemur hitt oss
ekki síður kynlega fyrir sjónir, að nokkrum skyldi detta
í hug, að Vínland væri skagi út úr Afríku, enda hefur
höfundur landalýsingarinnar sjálfur verið í vafa um
það og þá væntanlega, hvort telja ætti Vínland til Evrópu
eða Afríku. En vér skulum ekki festa hugann við það,
heldur reyna að gera oss í hugarlund, hvernig höfundur-
inn hefur hugsað sér landaskipan á jörðinni.
Á miðöldum var sú skoðun algengust, að jörðin væri
kringla umflotin sænum, úthafinu. Þetta úthaf er kallað
hafið rauða í griðamálum í Grágás, svo sem tíðkaðist víða
um lönd. Þegar norrænir menn fundu Island og síðan
Grænland og meginland Norður-Ameríku, ímynduðu menn
sér, að þau lönd væru eyjar í úthafinu, eins og rétt er að
nokkru leyti, en sú skoðun var ekki reist á þekkingu,
heldur sem sagt ímyndun einni.
1) Grönlands hist. Mlndesmœrker m, 216—18, sbr. Alfrœöi Islenzk, 11—12.
2) Fyrstur manna, sem geta Vínlands í ritum, sem varöveltzt hafa, er Adam Brima-
klerkur og hefur það eftir Sveinl Úlfssyni Danakonungi, að ey þessa I úthafi séu menn
oft búnir aö flnna, en handan viö þá ey flnnist engin byggileg ey I úthafinu, ,,en allt
fullt þar utan við af hræöilegum hafís og endalausri þoku." Telur Adam sýnllega
Vínland til Noröurlanda. Gesta hamm. eccl. 1917,275 (Saga 1958,469-72). Adam segir
elnnig frá tveimur rannsóknarleiööngrum noröur i höf á 11. öld. Fóru Frísir, sem þá
voru mikil slglingaþjóð, fyrri feröina einhvem tíma á dögum Alebrands erklblskups
í Brimum, 1033-43. En síöari feröina fóru þeir Haraldur haröráöi Noregskonungur og
danskur Jarl, Úlfur aö naíni (Ganuz Wolf). Frásögn Adams af ferðum þessum er blönduð
alls konar hégiljum og svo óljós, að eigi verður séö, hvorum megin Grænlands þessar
ferölr voru famar (Gesta, 240). Og í íslenzkum heimildum hefur engin minning gcymzt
um þær. Hins vegar sýna þær, aö um þessar mundir hefur verið mikill áhugl á landa-
leitun, líklega sprottinn af sögnum um íund Vínlands.