Saga - 1960, Blaðsíða 65
SAMRUNI GOÐORÐA f FÁ VELDI
57
gerði sum atriði þessarar skýringar að sínum án viðauka.1)
Mér blandast ekki hugur um, að allt fram til 1237 eru
beinu kirkjuáhrifin kraftlítil í þessu efni og óbeinu
kirkjuáhrifin talsvert frábrugðin því, sem Árni Páls-
son hugði. Og auðsæjast er það, að hvorki gat hið víð-
lenda veldi Hafliða 1120 né Möðruvellinga á Norðurlandi
átt skylt við kirkjuleg áhrif, sem fóru fyrst að verka á
12. öld smátt og smátt. Bráðum vík ég hins vegar að land-
fræðilegum og stjórnþróunarlegum skýringum á öflum
þeim, sem ollu sameiningu.
Þótt Guðmundur ríki, sá sem við kynnumst í frásögn
12. aldar, kunni fremur að vera dæmigerður 12. aldar
höfðingi en raunrétt eftirmynd goðans, sem sat undir
ægishjálmi á Möðruvöllum 990-1025, er hann og valda-
eðli hans söguleg staðreynd, sem er miklu eldri en valda-
söfnun Sturlungaaldar og aðeins aðdragandi hennar, og
það voru höfðingar af tegund Guðmundar, sem styrkust
stoð voru landsfriði alla 11. og 12. öld. Þetta dæmigerða
goðaveldi skulum við hugleiða.
Fyrsta spurningin er sú, hve miklu nam utanhéraðs-
fylgi Guðmundar ríka. Ekki er vitað, að kvonfang hans
í Skagafirði hafi aflað honum þingmanna, og valdaítök,
sem eyfirzkir höfðingjar áttu í Fljótum, eru sennilega
seinna til komin, en þá komst Fljótamannagoðorð í eigu
niðja hans. Höfðamenn í Höfðahverfi í Þingeyjarþingi
munu ætíð hafa sótt Vaðlaþing og gerzt af því þingmenn
Guðmundar; a. m. k. telur Ljósv.s. þá vera þingmenn
Eyjólfs halta, sonar hans. En norðan Skjálfandafljóts
var fjölmenn og samfeld þingmannasveit Möðruvellinga,
°g þeir urðu að gera sér tíðfarið þangað, þótt eigi væri
laust við óvinafylgjur á hverri leið þeirra milli Eyja-
fjarðar og fljóts og þær ekki í mennskum ham. Sökum
°tta um að missa þingmenn og völd þar norður frá fylgdu
!) íslendlnga s. I, 279-80.