Saga - 1960, Blaðsíða 68
60
FULL GOÐORÐ OG FORN OG HEIMILDIR FRÁ 12. ÖLD
ungar drápu síðan Einar gamlan. Frá því um 1174, er
Páll Vatnsfirðingur gerir herhlaup að Helgafelli með
stuðningi eins af S.turlusonum til að ræna mæðgum tveim,
og til Hrafnseyrarbrennu 1213, Þorvaldsbrennu 1228 og
vígs Þorvaldssona 4 árum síðar virðist litlar þjóðfélags-
orsakir ráða erjum landshlutans, heldur skapsmunir
nokkurra einstaklinga. Ekki er sú skýringin hins vegar
einhlít við Eyjafjörð, sízt er á líður. Heiftir vegna til-
færslu á þingfylgi og síðar vegna goðorða koma glöggt
fram í aðdraganda Lönguhlíðarbrennu 1197, orsökum
að vígi Halls goða Kleppjárnssonar á Hrafnagili 1212,
Hafurs á Hrafnagili 1222 og Tuma Sighvatssonar sama
ár. Hvassfellingurinn Einar skemmingur tók það bert
fram við dráp Tuma (Sturl. I, 288). Þótt Eyjafjörður
væri stórbændum sínum góður, var orðið allt of þröngt
fyrir 2-4 höfðingja að búa í einu héraði saman sökum
breytingar, sem orðin var á höfðingjahlutverkinu. Það
var því meira en atvik, það var táknandi áfangi í sögu-
þróun, þegar Guðmundur dýri afnam Vaðlaþing um 1187
(e. t. v. þó eigi skuldaþingið) til þess að þurfa ekki að
togast þar á við héraðshöfðinga jafnsterka sér, en á
alþingi átti hann betri vamaraðstöðu.
Gild rök mætti færa að því, að sjaldnast hafi vaxandi
styrkur einhvers goða freistað hans að sýna öðrum goð-
um ofbeldi, fyrr en Sturla Sighvatsson hóf styrjöld sína
í sérstökum tilgangi. Algengt var, að árekstur sprytti af
gagnsókn þess goðans, sem óttaðist að missa fylgi sitt
ella til fremsta höfðingjans í grennd. En það var það, sem
hljóðlega hafði gerzt um mestan hluta 3 landsfjórðunga
áður en nokkrar skýrar heimildir 12. aldar koma til
vitnis.
Rík orsök virðist liggja í því,, að friðaröldin hafi kennt
það háum og lágum á Islandi, að hæfilegt umdæmi fyrir
atkvæðalegan höfðingja væri fremur tvö en eitt hinna
fyrri vorþingsumdæma, nema fjarðagreining (vestra)