Saga - 1960, Blaðsíða 123
Ritfregnir
Barði Guðmundsson: Uppruni íslendinga. Safn ritgerða. Bókaút-
gáfa Menningarsjóðs, Eeykjavík 1959. Skúli Þórðarson og Stefán
Pétursson bjuggu til prentunar.
Bók þessi hefur að geyma nær allar ritgerðir Barða Guðmunds-
sonar sagnfræðilegs efnis, en ári áður sáu sömu aðilar um útgáfu
greina hans um höfund Njálu.
Barði Guðmundsson var stórbrotinn maður, sem virti lítt hefð-
bundnar skoðanir og sanktipéturssannleika. Hann valdi sér einkum
umfangsmestu og mikilvægustu efni íslenzkrar menningarsögu til
rannsókna, kjörsvið hans voru uppruni íslendinga og sköpunarsaga
Njálu. Um þessi efni samdi hann flestar ritgerðir sínar, en hann
var „essaisti", djarfur, hugkvæmur og málfylgjumaður ágætur.
Hann slöngvaði öðru hverju út greinum um þessi hugðarefni sín,
fæstar voru tæmandi verk, heldur hluti af einhverju meira, sem
koma skyldi, og flestar eiga þær sammerkt um það að flytja djarf-
ar, jafnvel storkandi kenningar. Við fslendingar höfum lifað í
þeirri bamatrú að vera yfirleitt komnir af Norðmönnum að lang-
feðgatali, og Norðmenn virðast hafa verið sælir yfir því að eiga
okkur öðrum fremur að frændum. Þetta frændsemishjal er regin-
firra að dómi Barða. „Hin rótgróna gamla trú, að íslenzka þjóðin
og fornmenning hennar sé að meginstofni norsk, hefur byrgt fyrir
útsýnið. Sem huliðshjálmur hefur hún öldum saman hvílt yfir
ýmsum mikilvægustu viðfangsefnum norrænnar sögu og breytt þar
birtu í myrkur og skini í skugga“, segir hann á bls. 123. Kenn-
ingar hans um höfund og uppruna Njálu voru ekki jafnbyltinga-
sinnaðar og kenningarnar um uppruna fslendinga, en ritgerðir hans
um bæði þessi efni flugu eins og vígahnettir inn á stofugólf ró-
lyndra fræðimanna, sem voru í óðaönn að gera hreint og laga til
á heimilinu. Vígahnettirnir ollu ekki neinu teljandi fjaðrafoki og
rugluðu menn lítt í ríminu; sumir sópuðu þeim úr sínu horni og
báðu þá aldrei þrífast hjá sér, en öðrum gerðu þeir ofboð gramt
1 geði, því að þeir særðu öryggistilfinningu þeirra og veiktu jafn-
Vel trúna á annað líf.
Vísindamennska Barða hefur oft hneykslað ýmsa, því að hún er
vægast sagt ekki á marga fiska, þegar honum býður svo við að
horfa. Það er ekkert auðveldara en reka hann á stampinn á fjöl-
mörgum sviðum, benda á tilhæfulausar ályktanir, rangar skýringar