Saga - 1960, Blaðsíða 89
NOKKBAR ATHUGASEMDIR UM UPPHÆÐ MANNGJALDA
81
bókartexta, en af texta 624 verður þá ekkert annað dregið
en að hann hljóti að vera spilltur.
Konungsbókartexti er þá harla ófróðlegur, því hann
endurtekur sig svo með því að segja, að eyrir silfurs er
% mörk = 24 álnir eða 4X6 álna aurar, og komi þá
enginn annar möguleiki til greina.
Kúgildi, sem væri 2.5 aura silfurs, væri þá 60 álna,
en 2 aura væri 48 álna. Hundrað silfurs, sem þá er hugsað
sem 120 aurar silfurs, yrði þá 48 kúgildi eða 60 eftir því,
hvort væri reiknað, og er það eðlilega þrefölduð tala
kúgilda, er fannst með því að reikna hundrað silfurs
120 örtuga.
Til þess að komast hjá svo háu verðmæti manngjalda
er gripið til þeirrar skýringar, að silfur það, sem mann-
gjöld eru miðuð við, sé hálfu verra en brennt silfur. Feng-
ist þá leiðrétting með því að fella kúgildin til hálfs í 24
eða 30 talsins. Fyrstur fræðimanna, er gerir ráð fyrir
slæmu lögsilfri fornu, mun vera Jón biskup Ámason, sbr.
Lbs. 19., fol. bls. 7—8.
Klausan í Konungsbók væri þá frá þeim tíma, er silf-
urgengi væri 1:8, en kúgildi 96 álnir, þ. e. á 12. öld og
eigi síðar en á henni miðri. Það er skakkt, sem nú skal
bent á.
Með ofangreindri skilgreiningu á tilfærslu gengis er
komið í andstöðu við ákvæði Grg. I b 141 = II 214 og
I a 204, sem skilgreina brennt silfur sem lögsilfur með
svipuðum hætti og athugasemdin í Konungsbók og 624
skilgreina bleika silfrið. Einfaldast er að láta textana
sjálfa tala: Grg. I b 141 = II 214: Brennt silfr er enn,
°k er eyrir at mörk lögaura. Enda lögsilfr, þat er meiri
itr sé silfrs á en messingar ok þoli skor ok sé jafnt utan
°k innan. Grg. Ia 204: Þat er silfr sakgilt í baugum ok
sva í þökum ok þveitum, er eigi sé verra heldr en var
égsilfr it forna, þat er 10 penningar gera eyri, ok meiri
Saga — 6