Saga - 1960, Blaðsíða 112
104
GORIES PEERSE
á kyndilmessukvöld, 1554 Heklugos, 1578 jarðskálftar og
Heklugos, 1581 jarðskjálftar og 1584 jarðskjálftar.
Á því tímabili, sem vitanlegt er, að Gories Peere eldri
dvelst á fslandi að sumrinu (sbr. annálinn hér á eftir)
hefur hann orðið vitni að einu eldgosi, Heklugosinu 1554.
Heimild um það gos eru Biskupaannálar Jóns Egilsson-
ar, ritaðir 1605. Jón er fæddur 1548 og segist hann muna
gosið sjálfur. Annáll hans er víða mjög vafasamur að
heimildagildi, en enginn kostur er að rengja frásögn hans
á þessum stað. Honum segist svo frá:
„Anno domini 1554 var eldur uppi í Heklu, ekki í
henni sjálfri, heldur í fjöllunum í dagmálastað að sjá
frá Hólum (Hrepphólum) úr staðardyrum. Þessi eldur
kom upp um vorið í millum krossmessu og fardaga og
var nær uppi upp á VI vikur. Eldurinn var dökkrauður
að sjá og voru þrír á kvöldin og stóðu rétt í loft upp
ógnarlega hátt. Þá voru svo miklir jarðskjálftar, minnst
upp á hálfan mánuð, að enginn maður þorði inni í hús-
um að vera, heldur tjölduðu menn úti, utan menn hlupu
sem snöggvast inn í húsin eftir því, sem þeir skyldu
neyta, þá á millum varð þvílíkra undra, en þar menn
voru, þá héldu þeir sér í grasið, þá þessi undur að komu.
— Marga man ég og fá þessum líka.------------Með þeim
eldi, sem var anno 1554 var nokkuð öskufall, svo að sjá
mátti á jörðu og menn finna á andliti".
Frásögn Peerses af gosi þessu er um 40 árum eldri en
annáll Jóns Egilssonar, og ber þeim ekkert á milli annað
en það, að Peerse segir gosið hafa orðið fyrir tæpum
12 árum. Þótt hann sé talinn ýkinn, þá hefur hann ekki
gert frásögn sína tortryggilega að ástæðulausu með rangri
ársetningu gossins. Hann vinnur ekkert á því að tala
um tólf ár, ef þau voru aðeins sex. Lesendur kvæðisins
hafa einkum verið fslandskaupmenn í Hamborg, en mörg-
um þeirra hefur eldgosið verið í jafnfersku minni og
Peerse sjálfum, þegar kvæðið kom út. Þessi ársetning