Saga - 1960, Blaðsíða 37
„UM HAF INNAN“
29
flestu réð. f nokkrum goðsögnum taka jötnar eða myrkra-
höfðinginn verulegan þátt í athæfinu, en munu þá um
leið vera áhangandi goðaheimi og ekki mennskir. f norr-
ænni ásatrú var þessi hugsunaraðferð altæk, þannig að
sérhvert náttúrufyrirbrigði, sem eitthvað þótti til koma,
birtist í Eddu sem jötunn, goð eða dís.
Jörð var því kölluð hin barrhærða dóttir Ónars og
móðir Þórs. Sjórinn var bæði Ægir og Rán og níu dætur
þejrra, heitnar eftir margvíslegum auðkennum sjávar-
hræringa: Hrönn, Kólga, Hefring, Himinglæva, Blóðug-
hadda. Eigi kom þó allt hafrót frá skerj akvörninni,
þar sem níu hafsbrúðir mólu hergrimmar við gróttann og
gusuðu þaðan öldusköflunum, því að frá Hræsvelg jötni
kom vindurinn, en stundum „æstist allra landa umgjörð".
Miðgarðsormurinn, sem hringaði sig yzt í útsæ kringum
heimskringlu alla og kunni oftar en í Ragnarökum að
hvolfa flóðöldum yfir strandir, og höfðu dæmi þess eink-
um gerzt samfara landskjálftum af völdum Loka föður
hans. Sól var í konulíki, enda gift og myndi eignast dóttur
fyrir dauða sinn. Þótt hún voldug væri og lögmæt beðja
Glens bónda síns, þurfti hún í árdaga að láta guðina
vísa sér að kvöldi til sals og sængur, og er hún þræddi
norður með sjónd.e,ildarhringnum og beið þeirra boða,
greip hún „hendi inni hægri um himinjöður." „Glens
beðja veður gyðju goðblíð í vé síðan,“ og var það Skúli
Þorsteinsson á Borg, sem sá hana vaða þannig sæ til
sökkvabekkjar nokkurs vestur frá Jökli.
Kristnin gaf það fyrirheit, að aldrei síðan Nóaflóð
Jeið skyldi flóð né fimbulvetur eyða jörðina; sumur og
vetur og höfuðskepnur eins og hafið skyldu verða í rétt-
Um skorðum að vilja Guðs. Hugmyndir hins gagnstæða
hljóta að eiga sér heiðna rót. Sú rót var trúin á Ragna-
rök. En ef í Ijós kemur heimssöguskýring, sem reiknar
með kaffæringu og endurrisi allra landa úr hafdjúpi án
guðlegra afla að verki, er sú skýring jafn óheiðin sem