Saga - 1960, Blaðsíða 127
RITFREGNIR
119
um tímatal fornra íslenzkra heimildarita (þ. á m. er ritgerðin
Merkasta ár í sögu íslendinga) leggur Barði traustari grundvöll
en áður var að tímatali íslenzkrar sögu á fyrstu öldum landsbyggð-
arinnar. Gildi þessara ritgerða fyrir íslenzka sagnfræði verður
aldrei lýst með of sterkum orðum. Fyrrgreindum ritgerðum virð*
ist öllum hafa verið tekið mótbárulaust, hvað heildarsjónarmið og
niðurstöður snertir; menn vitna einungis til þess, sem meistarinn
sagði. Öðru máli gegnir um ritsmíðar hans um uppruna íslenzkrar
skáldmenntar.
í fyrstu ritgerðinni í þessum flokki vekur hann athygli á því,
að allmikill munur hafi verið á menningarviðhorfum manna í vest-
asta og austasta hluta íslands á fyrstu öldum landbyggðarinnar.
Á 10. og 11. öld eru rúmlega fimm sinnum fleiri skáld á Vestur-
landi og rúmlega fjórum sinnum fleiri á Norðurlandi en um austan-
vert landið. Meðal skáldanna rekst hann á það fyrirbæri, að tiltölu-
lega mörg þeirra eru kennd við mæður sínar, en af því dregur
hann þá ályktun, að í heiðni hljóti að hafa verið náin tengsl „milli
iðkunar skáldmenntar og þess siðar að kenna börn við mæður sín-
ar.-----Nú má auðsætt verða, að fomíslenzka skáldmennt ber ekki
fyrst og fremst að skoða sem ávöxt sérgáfu einstakra manna eða
®tta, heldur sem menningareinkenni ákveðins kynstofns, sem mikils
hefur mátt sín hér á landi, en þó aldrei verið einráður" (bls. 115).
Hér eru miklar staðhæfingar dregnar af veikum forsendum. Vitn-
eskja okkar um andlegar menntir á íslandi hvílir á heimildum
íituðum á 12. og 13. öld, en höfuðbókmenntastöðvarnar risu upp á
biskupsstólunum og klaustrunum og í nágrenni þeirra. Á þjóð-
veldisöld risu að vísu upp tvö klaustur í Austfirðingafjórðungi. i
í^ykkvabæ í Veri og Kirkjubæ á Síðu, en ekkert á hinum eigin-
legu Austfjörðum. Nunnuklaustrið í Kirkjubæ er ekki orðað við
bókmenntastörf, en Þorlákur helgi réð miklu um stofnun og stefnu
Þykkvabæjarklausturs, og var það snemma þekkt að strangri reglu;
þar ortu menn og rituðu um guð og góða menn (Gamli kanoki og
Brandur Jónsson biskup), en ekki er vitað til, að þar hafi verið
stunduð veraldleg fræði. Á síðari hluta 12. aldar er hið unga
Þykkvabæjarklaustur, menningarmiðstöð Austfirðingafjórðungs,
hofuðstöð nýrrar munkareglu, Ágústínusarreglunnar, og kaþólsks
rétttrúnaðar á íslandi, en að Þingeyrum situr Karl Jónsson ábóti,
semur sögu um bannfærðan Noregskonung, Sverri Sigurðsson, elzta
istaverk óbundins máls, sem varðveitzt hefur á íslenzku. Slík at-
nði verða menn að hafa í huga, þegar fjallað er um menningar-
reismun fjórðunganna. Talið er, að elztu íslendinga sögur séu til
°rðnar á Þingeyrum eða í nágrenni klaustursins, en ekki er vitað