Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Síða 63
Árbók íslands 1915.
a. Almenu tíðindi.
Veðurfar. Veturinn frá nýjári var góður um land
alt. Vorið fremur kalt og þurviðrasamt. Sumarið var
um mestan hluta lands mjög hagstætt, en norðan-
lands var fram eftir sumri köld tíð en stilt. — Síðari
hluta sumars voru allmiklar rigningar í Skaftafells-
sýslu og eins um haustið þar og fyrri hluta vetrar og
á Austfjörðum; en annarsstaðar mátti heita öndvegis-
tíð alt til nýjárs.
Grasvöxlur var yfirleitt í meðallagi. Nýttust hey
vel nema i Skaftafellssýslu og varð heyskaþur sæmi-
legur, og sumstaðar sunnanlands og vestan í betra
lagi, en norðanlands í rírara lagi.
Garðuppskera var og yflrleitt í góðu lagi.
Ha/ís kom um miðjan febrúar að Horni og á
ísafjarðardjúp. Um miðjan apríl var allmikill ís fyrir
öllu Norðurlandi frá Horni að Langanesi. Truflaði
hann mjög skipaferðir, og var fram í júlí nær ókleyft
að komast frá Ákureyri vestur um til ísafjarðar, en
síðari hluta júlí fór ísinn alveg.
Fiskiveiðar. Yflrleilt var um land alt, en einkum
á Suðurlandi og Vesturlandi, mjög góður afli og öfl-
uðu vélabátar, þilskip og botnvörpuveiða-gufuskip á-
gætlega, en opnir bátar tæplega í meðallagi. Verð
sjávarafurða var afar hátt, og er talið, að gróði þil-
skipa og vélabáta liafi numið upprunalegu verði þeirra,
en botnvörpuveiða-gufuskipa um og yfir helming. —
Á árinu voru keypt 3 ný botnvörpuveiða-gufuskip frá
í’ýzkalandi, og voru þau alls í árslok 20, er íslenzkir
menn áttu. Vélabátum fjölgaði mjög, voru margir
keyptir frá Norðurlöndum, og nokkrir smíðaðir hér.
Eru þeir og margir miklu stærri en áður tíðkaðist.
Síldveiði var og góð. Af íslendinga hálfu tóku
þátt í henni 18 botnvörpuveiða-gufuskip, 8 gufuskip
(9)