Andvari - 01.01.2011, Side 10
8
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
*
Af heimildum er ljóst að Jón Sigurðsson var snemma hafður í hávegum
umfram aðra menn á íslandi. Dýrkun á honum hófst í lifanda lífi hans og má
sjá það glögglega af bók sem Sigurður Nordal tók saman fyrir hálfri öld og
nefnist Hirðskáld Jóns Sigurðssonar. Þar má lesa fjöldann allan af lofkvæð-
um sem Jóni voru flutt í samsætum sem haldin voru í Kaupmannahöfn þegar
hann fór til þings og í Reykjavík þegar hann sneri aftur til Hafnar. Jón var
auðvitað umdeildur í samtíð sinni sem aðrir forustumenn og kom andstaða
við hann sérstaklega fram í deilum um það hvort ætti að skera sjúkt sauðfé
eða lækna það, en í því máli gekk hann gegn vilja meirihluta landsmanna.
I öllum meginatriðum var forusta Jóns þó viðurkennd og eftir þjóðfundinn
1851 var að heita mátti algjör einhugur um hann sem oddvita í stjórnfrelsis-
baráttunni. Hann var „forseti íslendinga“, eins og Þjóðólfur nefndi hann þegar
blaðið flutti dánarfregnina, en þeim titli hafði Matthías Jochumsson raunar
sæmt hann í veislukvæði í lifanda lífi.
Annars er það nokkuð á reiki meðal misjafnlega sögufróðra íslendinga
hvernig á forsetatitlinum stendur. Ýmsir munu halda að hann stafi af for-
setastörfum á Alþingi sem Jón gegndi lengi og er það nærtæk ályktun. En í
raun er kenninafnið til komið vegna forsetadóms í Hinu íslenska bókmennta-
félagi í Kaupmannahöfn; „Forseta“ nefndu Hafnar-íslendingar hann jafnan.
Söguþekking almennings er raunar ekki sterkari en svo að það kemur fyrir
þegar fjölmiðlar spyrja fólk á götunni að óvörum um Jón Sigurðsson, að sagt
er að hann hafi verið fyrsti forseti íslands! Hafði hann þó hvílt á sjöunda
áratug í gröf sinni þegar lýðveldið var stofnað, á fæðingardegi hans, svo
mönnum er kannski vorkunn að tengja Jón lýðveldinu með þessum hætti.
Annars minnir þetta á orð sem Ásgeir Ásgeirsson forseti og mikill aðdáandi
Jóns, lengi þingmaður sama kjördæmis og hann, viðhafði einhvern tíma í
hátíðarræðu, að Jón Sigurðsson væri hinn eilífi forseti Islands. Þá er Jón
orðinn hrein táknmynd, persónugervingur hins íslenska ríkis.
í augum alls þorra manna er Jón forseti sér í lagi „standmynd sem steypt er
í eir“, eins og Steinn Steinarr kvað. En af þeirri viðleitni seinni ára að draga
upp persónulega mynd hans, er fyrst og fremst að nefna stóra og rækilega
ævisögu Jóns sem Guðjón Friðriksson hefur ritað í tveimur bindum (2002-
03). Þar er forsetanum lýst við hæfi nútímafólks, vel og læsilega, enda höf-
undurinn þrautreyndur kunnáttumaður í að matreiða ævisögur merkismanna
fyrir almenning. Ekki hef ég vitneskju um hve mikið ritverk Guðjóns hefur
verið lesið, né hve langt hinir góðu höfundarkostir hans hafa dregið til að gera
Jón að lifandi og áhugaverðri persónu í augum lesenda. Það er sem sé býsna
örðugt að færa „standmyndina“ niður á jörðina, blása lífi í þjóðartáknið Jón
Sigurðsson. En tveggja alda afmæli hans má verða áskorun að reyna það.