Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Síða 10

Andvari - 01.01.2011, Síða 10
8 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI * Af heimildum er ljóst að Jón Sigurðsson var snemma hafður í hávegum umfram aðra menn á íslandi. Dýrkun á honum hófst í lifanda lífi hans og má sjá það glögglega af bók sem Sigurður Nordal tók saman fyrir hálfri öld og nefnist Hirðskáld Jóns Sigurðssonar. Þar má lesa fjöldann allan af lofkvæð- um sem Jóni voru flutt í samsætum sem haldin voru í Kaupmannahöfn þegar hann fór til þings og í Reykjavík þegar hann sneri aftur til Hafnar. Jón var auðvitað umdeildur í samtíð sinni sem aðrir forustumenn og kom andstaða við hann sérstaklega fram í deilum um það hvort ætti að skera sjúkt sauðfé eða lækna það, en í því máli gekk hann gegn vilja meirihluta landsmanna. I öllum meginatriðum var forusta Jóns þó viðurkennd og eftir þjóðfundinn 1851 var að heita mátti algjör einhugur um hann sem oddvita í stjórnfrelsis- baráttunni. Hann var „forseti íslendinga“, eins og Þjóðólfur nefndi hann þegar blaðið flutti dánarfregnina, en þeim titli hafði Matthías Jochumsson raunar sæmt hann í veislukvæði í lifanda lífi. Annars er það nokkuð á reiki meðal misjafnlega sögufróðra íslendinga hvernig á forsetatitlinum stendur. Ýmsir munu halda að hann stafi af for- setastörfum á Alþingi sem Jón gegndi lengi og er það nærtæk ályktun. En í raun er kenninafnið til komið vegna forsetadóms í Hinu íslenska bókmennta- félagi í Kaupmannahöfn; „Forseta“ nefndu Hafnar-íslendingar hann jafnan. Söguþekking almennings er raunar ekki sterkari en svo að það kemur fyrir þegar fjölmiðlar spyrja fólk á götunni að óvörum um Jón Sigurðsson, að sagt er að hann hafi verið fyrsti forseti íslands! Hafði hann þó hvílt á sjöunda áratug í gröf sinni þegar lýðveldið var stofnað, á fæðingardegi hans, svo mönnum er kannski vorkunn að tengja Jón lýðveldinu með þessum hætti. Annars minnir þetta á orð sem Ásgeir Ásgeirsson forseti og mikill aðdáandi Jóns, lengi þingmaður sama kjördæmis og hann, viðhafði einhvern tíma í hátíðarræðu, að Jón Sigurðsson væri hinn eilífi forseti Islands. Þá er Jón orðinn hrein táknmynd, persónugervingur hins íslenska ríkis. í augum alls þorra manna er Jón forseti sér í lagi „standmynd sem steypt er í eir“, eins og Steinn Steinarr kvað. En af þeirri viðleitni seinni ára að draga upp persónulega mynd hans, er fyrst og fremst að nefna stóra og rækilega ævisögu Jóns sem Guðjón Friðriksson hefur ritað í tveimur bindum (2002- 03). Þar er forsetanum lýst við hæfi nútímafólks, vel og læsilega, enda höf- undurinn þrautreyndur kunnáttumaður í að matreiða ævisögur merkismanna fyrir almenning. Ekki hef ég vitneskju um hve mikið ritverk Guðjóns hefur verið lesið, né hve langt hinir góðu höfundarkostir hans hafa dregið til að gera Jón að lifandi og áhugaverðri persónu í augum lesenda. Það er sem sé býsna örðugt að færa „standmyndina“ niður á jörðina, blása lífi í þjóðartáknið Jón Sigurðsson. En tveggja alda afmæli hans má verða áskorun að reyna það.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.