Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2011, Side 19

Andvari - 01.01.2011, Side 19
ANDVARI JÓN SIGURÐSSON 1811-2011 17 ætlaður til hagnaðar öðrum, þá er öll verslun það líka og með henni allir atvinnuvegir, því hún er undirstaða þeirra allra.“ Jón var þeirrar skoðunar að vöruvöndun í einstökum framleiðslugreinum, hvort sem væri í landbúnaði, sjávarútvegi eða iðnaði, væri háð því að samkeppni ríkti í verslun. Sumarið 1840 lenti Jón Sigurðsson í lang- varandi ritdeilu á síðum Kaupmannahafnarblaða við sinn gamla húsbónda, Reykjavíkurkaupmanninn P. C. Knudtzon, þar sem Jón krafðist fullkomins verslunarfrelsis fyrir íslendinga. Það voru hans fyrstu pólitísku afskipti. IV Eftir 1840 tók Jón afgerandi pólitíska forystu meðal íslendinga í Kaupmanna- höfn þrátt fyrir nokkra flokkadrætti, meðal annars milli hans og Fjölnis- manna, og tók á sama tíma að spana íslendinga heima til að gera margvíslegar kröfur til stjórnvalda í Kaupmannahöfn. Árið 1841 hóf hann ásamt fylgis- mönnum sínum útgáfu tímaritsins Nýrra félagsrita. í fyrsta árgangi birtist löng ritgerð eftir hann um endurreisn Alþingis þar sem hann hélt því fram að dönsk stjórn á íslandi væri ónáttúruleg vegna þess að hún byggðist á undir- okun einnar þjóðar á annarri. Hver þjóð ætti náttúrulegan rétt til að stjórna sér sjálf. Þetta var í anda rómantískra kenninga um þjóðir og þjóðerni. Islendingar, sem aðeins voru tæplega 60 þúsund um þessar mundir, voru flestir bláfátækir og dreifðir enda sáralítið um þéttbýli. Þeir voru óvanir að starfa saman í félögum og kunnu hvorki fundarsköp né að halda ræður. Algengast var að menn beygðu sig í knjánum fyrir öllu valdi. Með því að standa opinberlega uppi í hárinu á dönskum kaupmönnum og háttsettum konunglegum embættismönnum á íslandi varð Jón Sigurðsson fljótt átrún- aðargoð bænda. Úr Strandasýslu var skrifað til hans 1844: „almúgi allur er hér og annars staðar hreint forgapaður í þér.“ Og nú var þessi almúgi farinn að senda honum peningagjafir til styrktar honum í baráttunni. Þannig sendu til dæmis 160 einstaklingar úr sjö sóknum á Austfjörðum honum 76 ríkisdali haustið 1844, þeirra á meðal voru 30 vinnumenn og sex konur. Fólk var farið að líta til hans sem frelsara og foringja þjóðarinnar þó að hann væri aðeins 33 ára gamall. Jón taldi deyfð og sinnuleysi vera mesta óvin íslendinga og vildi ögra þeim til aðgerða og neyða þá til að hugsa. í Nýjum félagsritum hvatti hann þá til að skrifa bænarskrár og stofna félög um margs konar málefni, svo sem bænda- skóla, jarðrækt, fiskveiðar, verslun, bókasöfn og bindindi og æfa sig í ræðu- mennsku. í Kaupmannahöfn var hann potturinn og pannan í almennum fund- um Islendinga sem urðu mjög fjörugir undir hans stjórn. Hann sagði í bréfi 1843: „Við erum orðnir gróflega parlamentískir á fundum og mælskumenn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.