Andvari - 01.01.2011, Page 19
ANDVARI
JÓN SIGURÐSSON 1811-2011
17
ætlaður til hagnaðar öðrum, þá er öll verslun það líka og með henni allir
atvinnuvegir, því hún er undirstaða þeirra allra.“
Jón var þeirrar skoðunar að vöruvöndun í einstökum framleiðslugreinum,
hvort sem væri í landbúnaði, sjávarútvegi eða iðnaði, væri háð því að
samkeppni ríkti í verslun. Sumarið 1840 lenti Jón Sigurðsson í lang-
varandi ritdeilu á síðum Kaupmannahafnarblaða við sinn gamla húsbónda,
Reykjavíkurkaupmanninn P. C. Knudtzon, þar sem Jón krafðist fullkomins
verslunarfrelsis fyrir íslendinga. Það voru hans fyrstu pólitísku afskipti.
IV
Eftir 1840 tók Jón afgerandi pólitíska forystu meðal íslendinga í Kaupmanna-
höfn þrátt fyrir nokkra flokkadrætti, meðal annars milli hans og Fjölnis-
manna, og tók á sama tíma að spana íslendinga heima til að gera margvíslegar
kröfur til stjórnvalda í Kaupmannahöfn. Árið 1841 hóf hann ásamt fylgis-
mönnum sínum útgáfu tímaritsins Nýrra félagsrita. í fyrsta árgangi birtist
löng ritgerð eftir hann um endurreisn Alþingis þar sem hann hélt því fram að
dönsk stjórn á íslandi væri ónáttúruleg vegna þess að hún byggðist á undir-
okun einnar þjóðar á annarri. Hver þjóð ætti náttúrulegan rétt til að stjórna sér
sjálf. Þetta var í anda rómantískra kenninga um þjóðir og þjóðerni.
Islendingar, sem aðeins voru tæplega 60 þúsund um þessar mundir, voru
flestir bláfátækir og dreifðir enda sáralítið um þéttbýli. Þeir voru óvanir
að starfa saman í félögum og kunnu hvorki fundarsköp né að halda ræður.
Algengast var að menn beygðu sig í knjánum fyrir öllu valdi. Með því að
standa opinberlega uppi í hárinu á dönskum kaupmönnum og háttsettum
konunglegum embættismönnum á íslandi varð Jón Sigurðsson fljótt átrún-
aðargoð bænda. Úr Strandasýslu var skrifað til hans 1844: „almúgi allur er
hér og annars staðar hreint forgapaður í þér.“ Og nú var þessi almúgi farinn
að senda honum peningagjafir til styrktar honum í baráttunni. Þannig sendu
til dæmis 160 einstaklingar úr sjö sóknum á Austfjörðum honum 76 ríkisdali
haustið 1844, þeirra á meðal voru 30 vinnumenn og sex konur. Fólk var farið
að líta til hans sem frelsara og foringja þjóðarinnar þó að hann væri aðeins
33 ára gamall.
Jón taldi deyfð og sinnuleysi vera mesta óvin íslendinga og vildi ögra þeim
til aðgerða og neyða þá til að hugsa. í Nýjum félagsritum hvatti hann þá til að
skrifa bænarskrár og stofna félög um margs konar málefni, svo sem bænda-
skóla, jarðrækt, fiskveiðar, verslun, bókasöfn og bindindi og æfa sig í ræðu-
mennsku. í Kaupmannahöfn var hann potturinn og pannan í almennum fund-
um Islendinga sem urðu mjög fjörugir undir hans stjórn. Hann sagði í bréfi
1843: „Við erum orðnir gróflega parlamentískir á fundum og mælskumenn