Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Síða 52

Andvari - 01.01.2011, Síða 52
50 SVERRIR JAKOBSSON ANDVARI konungs á sjöundu öld eftir eldri heimildum og segir frá þeim en því næst frá íslensku sögunni sem hann tengir við 15. öldina og tengsl við Englendinga á þeim tíma.15 Áhugi Jóns á skrifum íslendinga um önnur lönd og þjóðir (eink- um Stóra-Bretland) er athyglisverður, en menntun Jóns í klassísku málunum var honum nytsamleg í umfjöllun um evrópskar ritheimildir miðalda. Tengja má þessa útgáfu störfum Jóns fyrir Fornfræðafélagið en hann var skjalavörður þess til 1849 og á biðlaunum hjá því til 1852. Ný félagsrit: Lœrdómur sögunnar Jafnframt því sem Jón Sigurðsson helgaði sig því verkefni að koma skipan á íslensk handrit og gefa út fornsögur hóf hann að sinna þjóðmálum. Þar munaði mest um tímaritið Ný félagsrit sem Jón var forvígismaður fyrir og kom út nánast á hverju ári frá 1841. Jón skrifaði sjálfur mest af efninu í ritinu en í þremur fyrstu árgöngum þess birti hann langar og ítarlegar ritgerðir um alþingi, skólamál og verslunarmál. Allar byggja þessar ritgerðir á sögulegum grunni. í grein sinni um alþingi rekur Jón til dæmis stjórnhætti fornþjóða og ber saman: Asíumenn hafa lengst kunnað því, að konúngar þeirra lifðu ósýnilegu lífi, og birtust eigi þjóðinni nema í ljóma dýrðar sinnar. Af þeim lærðu enir dramblátu sigurvegarar í fornöld, Alexander og erfíngjar hans, og síðan Rómaborgar keisarar, einkum í enu austlæga veldi. Gyðíngum var ætlað að hafa sjálfan guð fyrir konúng, en stjórn hans var gjört ráð fyrir að væri viðlíkt löguð og stjórn konúnganna í Austurálfu, og prestana hafði hann fyrir meðalgaungumenn. A Egiptalandi og Indlandi voru stéttirnar strengilega aðskildar, og rammar skorður reistar við, að nokkurr sá sem var borinn í einni stétt gengi í nokkra aðra síðan. Hjá Grikkjum lýsa sér stjórnarvísindin einna merkilegast: Allt sýnist þar að vera sundrað í fyrsta áliti, en þegar á reynir halda allir undrunarlega saman, meðan þjóðarandinn var óspilltur, og þó er mesti munur á stjórnarlögun hverrar borgar um sig: þar sem hverr maður er í Spörtu alinn upp á alþjóðlegan kostnað, eða á sveit, sem vér mættum kalla, og enginn á ráð á sjálfum sér því síður öðrum, þar er í Atenuborg hverjum einum leyft að tala um og leggja ráð á sérhvað það sem öllum kom við. Þetta tóku Rómverjar eptir Atenumönnum, en þá vantaði djúpsærni og reynslu til að laga það að sínum þörfum, og því hlaut það, þegar fram liðu tímar og aðkvæðarétturinn varð mjög margskiptur, að steypast, og kollvarpa þjóðfrelsinu með sér. Eptir lok Rómaveldis var lengi dauft, og flokkadrættir smærri og stærri komu fram um öll vesturlönd, einsog sinadrættir í líkama þeim, hvar líf og dauði eiga stríð saman. Þá sjáum vér fyrst lífið dafna í borgum þeim á ltalíu, sem einsog af hendíngu höfðu orðið útundan eða staðið uppúr Rómveldisins óttalegu brotum. Verzlanin blómgaði hag þessara borga, iðjusemi og dugnaður, friður og ánægja voru þar drottnandi meðan allt fór vel fram, og frelsisgyðjan tók sér þar aðsetur. í Þýzkalandi bryddi þvínæst á staðalífinu á 13du öld. Þaðan er uppruni Bandastaðanna (Hansastaðanna), sem á 14du, 15du og 16du öld lögðu undir sig verzlanina á öllum norðurlöndum og víða annarstaðar, þángað til stjórnendur fóru að efla kaupstaðina í ríkjum sjálfra þeirra, og efna til innlendrar verzlunar og handiðna.16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.