Andvari - 01.01.2011, Page 57
andvari
UM FRÆÐASTÖRF JÓNS SIGURÐSSONAR
55
1) Einúngis á fyrsta tímahilinu má kalla að þjóð vor hafi borið umhyggju fyrir skólum
sínum, um miðöldina hvorki þjóðin né stjórnin, síðan um siðabótina stjórnin ein.
2) Meðan þjóðin bar umhyggju fyrir skólunum urðu þcir notabeztir, og það þó ekki
væri kennt mikið. Undir umsjón stjórnarinnar einnar (en afskiptaleysi þjóðarinnar)
hefir æfi þeirra mest gengið í að rísa og falla, þeim hefir verið breytt og hrundið í lag,
en lagið hefir lendt mest á pappírnum, og breytíngin í flutníngum og sóun eignanna.
3) Meðan þjóðin bar umhyggju fyrir skólunum fylgðu þeir jafnfætis tíð sinni og það
vel; undir umsjón stjórnarinnar einnar (en afskiptaleysi þjóðarinnar) hafa þeir alltaf
verið á eptir.
4) Þá hefir mentunin verið mest þegar hún hefir verið samgrónust þjóðinni, bæði
lærðum og leikum, og sýnt sig í málinu með eðliligustum hætti.
5) Þá hefir mentunin verið mest þegar mestar hafa verið utanferðir, og Íslendíngar
átt mest viðskipti við önnur lönd; þó ekki við eitt land heldur mörg.
6) Þá hefir mentunin verið mest þegar samgaungur í landinu sjálfu voru mestar.
7) Stólarnir og klaustrin voru höfuðstaðir vísinda á íslandi; á þvílíkum höfuðstöðum
hafa jafnan skólarnir staðið, en aldrei sér nema á Bessastöðum, og um hríð í Reykjavík,
af því stjórnin skildist við hálfgjört.
[8)] Skólum á íslandi hefir á seinustu öldum helzt verið ætlað að kenna til prests, og
hafa þeir staðið með því sjálfum sér í ljósi um lánga hríð.33
Jón heldur svo áfram að ræða nytsemi skóla en yfirferð hans yfir íslenska
skólasögu er lokið.
I fyrstu greinum sínum um þjóðmál á íslandi mótar Jón sér stíl þar sem
söguleg rök vega mjög þungt til að styðja við þær umbætur sem hann vill
gera, hvort heldur á stjórnskipan landsins eða skólamálum. Jafnframt setur
hann fram tiltekna söguskoðun sem styður mál hans, þar sem framfarir eru
mestar þegar valdið er hjá þjóðinni og samskipti hennar við aðrar þjóðir eru
miklar. Enda þótt greinar hans séu hugsaðar sem innlegg í samtímaumræðu
frekar en sem sagnfræðiritgerðir er ekki hægt að greina stjórnmálamanninn
Jón Sigurðsson frá sagnfræðingnum. Þekking hans á íslandssögu er yfirgrips-
mikil og hann notar hana óspart til að finna dæmi máli sínu til stuðnings.
Röksemdafærsla Jóns hvílir að verulegu leyti á hinum sögulegu dæmum.
I veigamikilli ritgerð Jóns um verslun á íslandi, en hún sver sig mjög í ætt
við fyrri ritgerðir hans um alþingi og skólana, harmar hann það helst að ekki
sé unnt að rekja sögu verslunar nógu ítarlega, hann „hefði heldur kosið að
skoða málið frá rótum, og leiða fyrir sjónir eðli allrar verzlunar og nauðsyn
°g gagn þess að hún væri frjáls, eigi að eins á íslandi heldur allstaðar, en
Slðan að skíra frá verzlunarsögu vorri allri saman“.34 Eigi að síður tekur
hann allmikið af dæmum úr sögu einokunarverslunar 17. og 18. aldar áður
en hann hefur umfjöllun um fríhöndlunina sjálfa og galla hennar. Ritgerð
Jóns um verslunarmál er óvenjuleg að því leyti hann leitar ekki til dæma frá
fyrstu öldum íslandssögunnar í rökstuðningi fyrir máli sínu, en jafnframt er
greinilegt að hann hefur sjálfur litið á það sem ókost á verkinu. Hann áréttar
jafnframt þá skoðun sína og telur „alkunnugt, að þegar verzlanin var frjáls í