Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2011, Side 107

Andvari - 01.01.2011, Side 107
andvari LANDSRÉTTINDI OG SJÁLFSTÆÐISBARÁTTA 105 færa gegn því röksemdir ættaðar frá Jóni Sigurðssyni. Deilur um Gamla sátt- mála settu til að mynda svip á kosningabaráttuna og létu Landvarnarmenn prenta póstkort með sáttmálanum. Andstæðingar uppkastsins héldu því fram að samningurinn væri ekki í samræmi við þau réttindi sem þjóðin í raun hefði samkvæmt fornum sáttmálum.24 í deilunum um uppkastið sést einnig hvernig hið pólitíska tungumál Jóns gat tekið breytingum og aðlagast nýjum viðhorfum. Eins og áður var vikið að er tungumál Jóns mjög bundið við veru- leika einveldisins og þess samsetta ríkis sem ísland var hluti af. Þannig talar hann um landsréttindi og frjálst sambandsland, hugmyndin um fullvalda ríki er ekki sett fram með skýrum hætti. Árið 1908 er hins vegar talað um ríkis- réttindi, þjóðríkisréttindi og fullvalda ríki, þótt landsmenn séu augljóslega enn með fullveldishugtakið nokkuð á reiki. Breytingarnar gerðust nokkuð snögglega, þannig var það fellt á Þingvallafundi 1907 að hætta að nota frjálst sambandsland og nota í staðinn fullvalda ríki.25 í ályktun Þingvallafundarins 1907 er það markmið sett fram „að ísland sé frjálst land í konungssambandi við Danmörku.“26 Ekki er minnst á fullvalda ríki og hugtakið þjóðríki kemur hvergi fram. Sama ár gáfu þeir Jón Þorkelsson og Einar Arnórsson út bókina Ríkisréttindi íslands, einskonar handbók og safn röksemda fyrir samninga- nefndina í sambandsmálinu.27 Líta má á bókina sem uppfærða eða nútíma- vædda útgáfu af tungumáli Jóns Sigurðssonar. Mjög skýrt dæmi um þessa uppfærðu útgáfu af tungumáli Jóns Sigurðs- sonar má finna í gögnum Alþingis um Frumvarp til laga um ríkisréttarsam- band Danmerkur og íslands (uppkastið) frá 1909. I ítarlegu nefndaráliti meirihlutans er því slegið föstu að „aðalgrundvöllur undir réttarstöðu landsins nð réttum lögum er enn sáttmálar þeir [Gizurarsáttmáli og Gamli sáttmáli], er Islendingar gerðu við Hákon konung gamla á árunum 1262-1264.“28 íslendingar hafa altaf skoðað þennan sáttmála [Gamla sáttmála] sem grundvöll þjóðríkisréttinda landsins, og er ljósastur vottur þess Áshildarmýrarsamþykt frá 1496, sem gerð var af beztu mönnum í Árnesþingi til samheldis um það að verja bæði réttindi bænda þar á þingi og allsherjar ríkisréttindi þjóðarinnar. [...] Vafi er því enginn á um það, að bæði þessi skjöl, Gizurarsáttmáli og „Gamli sáttmáli“, eru aðal undirstöðugögn um þjóðríkisréttindi landsins.29 Hér eru hugtökin ríki og þjóðríki komin í aðalhlutverk þó samhengið sé að öðru leyti hið sama og hjá Jóni Sigurðssyni. Hugtakanotkun tuttugustu aldar er þannig notuð við túlkun á gömlum sáttmálum og látið í veðri vaka að hug- tökin séu tímalaus eða upprunalega úr sáttmálunum sjálfum. Hið pólitíska tungumál er á yfirborðinu það sama og hjá Jóni Sigurðsyni, en hugtakanotk- unin er í raun önnur. Eins og hjá Jóni verða gamlir sáttmálar og samþykktir grundvöllur að réttarstöðu þjóðarinnar og því mikilvægt að rekja þá sögulega °g sýna fram á með óyggjandi hætti hver rétturinn sé. Röksemdafærsla
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.