Andvari - 01.01.2011, Page 107
andvari
LANDSRÉTTINDI OG SJÁLFSTÆÐISBARÁTTA
105
færa gegn því röksemdir ættaðar frá Jóni Sigurðssyni. Deilur um Gamla sátt-
mála settu til að mynda svip á kosningabaráttuna og létu Landvarnarmenn
prenta póstkort með sáttmálanum. Andstæðingar uppkastsins héldu því fram
að samningurinn væri ekki í samræmi við þau réttindi sem þjóðin í raun
hefði samkvæmt fornum sáttmálum.24 í deilunum um uppkastið sést einnig
hvernig hið pólitíska tungumál Jóns gat tekið breytingum og aðlagast nýjum
viðhorfum. Eins og áður var vikið að er tungumál Jóns mjög bundið við veru-
leika einveldisins og þess samsetta ríkis sem ísland var hluti af. Þannig talar
hann um landsréttindi og frjálst sambandsland, hugmyndin um fullvalda ríki
er ekki sett fram með skýrum hætti. Árið 1908 er hins vegar talað um ríkis-
réttindi, þjóðríkisréttindi og fullvalda ríki, þótt landsmenn séu augljóslega
enn með fullveldishugtakið nokkuð á reiki. Breytingarnar gerðust nokkuð
snögglega, þannig var það fellt á Þingvallafundi 1907 að hætta að nota frjálst
sambandsland og nota í staðinn fullvalda ríki.25 í ályktun Þingvallafundarins
1907 er það markmið sett fram „að ísland sé frjálst land í konungssambandi
við Danmörku.“26 Ekki er minnst á fullvalda ríki og hugtakið þjóðríki kemur
hvergi fram. Sama ár gáfu þeir Jón Þorkelsson og Einar Arnórsson út bókina
Ríkisréttindi íslands, einskonar handbók og safn röksemda fyrir samninga-
nefndina í sambandsmálinu.27 Líta má á bókina sem uppfærða eða nútíma-
vædda útgáfu af tungumáli Jóns Sigurðssonar.
Mjög skýrt dæmi um þessa uppfærðu útgáfu af tungumáli Jóns Sigurðs-
sonar má finna í gögnum Alþingis um Frumvarp til laga um ríkisréttarsam-
band Danmerkur og íslands (uppkastið) frá 1909. I ítarlegu nefndaráliti
meirihlutans er því slegið föstu að „aðalgrundvöllur undir réttarstöðu landsins
nð réttum lögum er enn sáttmálar þeir [Gizurarsáttmáli og Gamli sáttmáli], er
Islendingar gerðu við Hákon konung gamla á árunum 1262-1264.“28
íslendingar hafa altaf skoðað þennan sáttmála [Gamla sáttmála] sem grundvöll
þjóðríkisréttinda landsins, og er ljósastur vottur þess Áshildarmýrarsamþykt frá 1496,
sem gerð var af beztu mönnum í Árnesþingi til samheldis um það að verja bæði réttindi
bænda þar á þingi og allsherjar ríkisréttindi þjóðarinnar. [...] Vafi er því enginn á um
það, að bæði þessi skjöl, Gizurarsáttmáli og „Gamli sáttmáli“, eru aðal undirstöðugögn
um þjóðríkisréttindi landsins.29
Hér eru hugtökin ríki og þjóðríki komin í aðalhlutverk þó samhengið sé að
öðru leyti hið sama og hjá Jóni Sigurðssyni. Hugtakanotkun tuttugustu aldar
er þannig notuð við túlkun á gömlum sáttmálum og látið í veðri vaka að hug-
tökin séu tímalaus eða upprunalega úr sáttmálunum sjálfum. Hið pólitíska
tungumál er á yfirborðinu það sama og hjá Jóni Sigurðsyni, en hugtakanotk-
unin er í raun önnur. Eins og hjá Jóni verða gamlir sáttmálar og samþykktir
grundvöllur að réttarstöðu þjóðarinnar og því mikilvægt að rekja þá sögulega
°g sýna fram á með óyggjandi hætti hver rétturinn sé. Röksemdafærsla