Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Síða 122

Andvari - 01.01.2011, Síða 122
120 ÁGÚST ÞÓR ÁRNASON ANDVARI þíngmönnum, og leggja fyrir þær að rannsaka málefni, sem eru áríðandi fyrir almenníng“ en samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar skyldu slíkar nefndir einungis starfa „meðan þíngið stendur yfir“ (bls. 124). Jón bendir á þá hættu að erfitt gæti reynst að fylgja eftir og ljúka rannsóknum í stærri málum ef skipunartími þeirra væri takmarkaður með þessum hætti. Ákvæði núgildandi stjórnarskrár um rannsóknarnefndir eru veikburða og líklegt má telja að reynt verði að bæta um betur þegar stjórnarskráin verður endurskoðuð. Nokkrar greinar voru í stjórnarskránni 1874 um þingsköp og ollu þær Jóni áhyggjum enda taldi hann auðsætt „að þær [væru] töluvert band á umræðum þíngsins og meðferð málanna.“ Þótt þessi ákvæði hafi nú verið færð úr stjórnarskránni þá er vandinn um ræðutíma og meðferð mála enn fyrir hendi og verður líklega seint leystur. Sérkennilegt má telja að danska stjórnin hafi fellt út ákvæði um að „dóms- valdið [skuli] aðgreint frá umboðsvaldinu, samkvæmt reglum þeim, sem ákveðnar verða um það með lagaboði.“ Furðar Jón sig á þessu háttalagi enda „ekki hægt að skilja hversvegna þessi grein gat ekki staðizt og komið í stjórnarskrána, því þó ekki sé í henni nema loforð, þá er það til að minna á eitt mjög mikilsvert atriði í stjórnarmálum íslands, sem hefir þörf bráðra bóta.“ Sömu sögu má segja um tillögu Alþingis um að „allir dómar skuli fara fram í heyranda hljóði, jafnskjótt og að svo miklu leyti, sem því verður við komið“ sem Jón telur að hefði „mátt standa hættulaust" (bls. 128). Það atriði í gagnrýni Jóns sem telja má hvað merkast í því samhengi sem hér um ræðir snýst um stöðu trúfélaga. Hann bendir á að stjórnin hafi séð ástæðu til nokkurra breytinga þegar kom að kirkjumálum og trúfrelsi. „í frumvarpi sínu 1867 hafði stjórnin ekki stúngið uppá neinu nema trúarbragða frelsi, en alþíng setti inn þá grein, að réttar-ástandi þjóðkirkjunnar skyldi verða skipað með lögum. Þá bætti stjórnin því inn í frumvarp sitt 1869, að ,hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á íslandi, og skal hið opinbera að því leyti styðja hana og vernda‘. Þar við er og bætt því loforði að réttarástandi hennar skuli verða skipað með lögum. - Þessu sama er haldið í frumvarpi stjórnarinnar 1871, en alþíng felldi þá fyrri klausuna og sneri aptur til frumvarps síns frá 1867, og því hélt þíngið fram 1873. Nú hefir stjórnar- skráin einúngis þá yfirlýsing, sem hún byrjaði á 1869, að hin evangeliska lúterska kirkja skyldi vera þjóðkirkja, en sleppir hinu, sem stjórnin og alþíng voru orðin samdóma um að lofa, að setja kirkjulög. Sömuleiðis er nú sleppt þeirri grein, sem hefir verið í öllum frumvörpum síðan 1867, og seinast í frumvarpi alþíngis 1873, að ,kjör trúarbragðaflokka þeirra, sem ágreinir við þjóðkirkjuna, skulu nákvæmar ákveðin með lagaboði1. - Það er mjög mikil vorkun, þó stjórnin kynoki sér við, að koma fram með þesskonar loforð, sem hafa verið gefin í Danmörk fyrir 25 árum síðan og eru ekki uppfyllt enn, en hitt er og efasamt, hvort ekki ætti að meta þessi kirkjumála loforð á íslandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.