Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.01.2011, Qupperneq 144

Andvari - 01.01.2011, Qupperneq 144
142 JÓN KARL HELGASON ANDVARI er sköpun þeirra og staðsetning liður í því að móta sameiginlegt sögulegt minni kynslóða og hópa. Saga þeirra er oftar en ekki nátengd þróun pólitísks valds og valdabaráttu en um leið er hún saga markvissrar gleymsku. „Af hverju heldurðu að Jónas sé hafður hérna í felum í rjóðri í Hljómskálagarð- inum meðan dauðyfli eins og Jón Sigurðs stendur fyrir framan Alþingi?“ spyr Lilja. Hér verður tilraun gerð til að svara þessari spurningu, a.m.k. að hluta. Hvorug styttan stóð upphaflega á þeim stað þar sem hún stendur nú en örlög þeirra beggja eru samofin sögu fleiri líkneskja sem sett voru upp í Reykjavík á síðari hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu, sem og baráttu íslensku þjóðarinnar fyrir auknu sjálfstæði frá Dönum. Til að lýsa uppröðun líkneskja af lifandi eða látnum einstaklingum í opinberu rými getur verið gagnlegt að hafa hliðsjón af skákborði. Ekki þarf fjörugt ímyndunarafl til að sjá höfuðborgir gömlu evrópsku konungsveldanna fyrir sér sem risavaxin útitöfl þar sem einvaldar, stríðshetjur og dýrlingar hafa um langt skeið staðið í öndvegi, framan við opinberar byggingar og höfuð- kirkjur. í sjálfu sér eru taflmennirnir lítið annað en safn af smálíkneskjum og margar styttur bæjanna minna á stækkaða taflmenn. Þessi samlíking hefur að vísu þann annmarka að það er hægara sagt en gert að færa styttur milli staða en þess eru þó dæmi víða um lönd að róttækar þjóðfélagsbreytingar hafi haft í för með sér breytingar á þessum vettvangi. Samhliða lýðræðisþróun og eflingu þjóðríkisins á nítjándu öld var til að mynda teflt fram í borgum og bæjum Evrópu nýjum flokki minnismerkja, helguðum mönnum sem höfðu ýmist staðið framarlega í þjóðfrelsisbaráttu viðkomandi lands eða unnið einhver sérstök afrek á sviði vísinda og lista.5 Þessi líkneski voru gjarnan fjármögnuð með almennum samskotum enda litið svo á að um væri að ræða fulltrúa þjóðarinnar allrar fremur en ríkisins eða kirkjunnar. Frumkvæðið gat komið frá sveitungum, samherjum eða sporgöngumönnum hins látna en framkvæmdin var oftast í höndum sérstakra minnisvarðanefnda. Elstu heimildir um íslenska nefnd af þessu tagi er að finna í tímaritunum Skírni, Nýjurn félagsritum og Fjölni 1844 þar sem birt er boðsbréf um fjár- söfnun vegna minnisvarða um séra Tómas Sæmundsson (1807-1841), einn af fjórum stofnendum síðastnefnda tímaritsins. Kveikja söfnunarinnar var sú að ekkja Tómasar vildi reisa legstein á leiði hans en í boðsbréfinu voru samskotin réttlætt með eftirfarandi hætti: Það er hvers góðs manns aðal og einkenni, að vera þakklátur við þá, sem gjört hafa vel til hans eða að minnsta kosti viljað honum vel. Svo er það og ekki síður fagurt og viðurkvæmilegt, að fjelög manna láti þakkir í tje við þá, sem til þess hafa unnið. Þó eru aldrei fegri þakkir goldnar, enn þegar heil þjóð, hvort sent hún er stór eða smá, færir af heilum hug þekkar þakklætisfórnir yfir moldum framliðins manns. Á íslandi munu trautt finnast dæmi til, að neinn maður hafi viljað betur fósturlandi sínu, enn sjera Tómas Sæmundsson.6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.