Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Side 28

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Side 28
6 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA sér í lagi þar sem vinir hans, eða þjóðbræður áttu í hlut. — í meðvit- und hins “rétttrúaða”, öðlast jarð- nesk tilvera gildi sitt fyrir að vera meistaraverk hins mikla guðs; í hjarta Magnúsar, af því merkasti þáttur hennar er mannkynið. Hinn rétttrúaði fæst ekki um, þó algóður, alvitur guð drepi og limlesti unga og aldna í fellibyljum og jarðskjálftum. Og hví skyldi þá Magnúsi láð, að hann sá í gegn um fingur sér við breyska og brotlega menn. Hann var laus við alla mærð og hræsni. En ýms ummæli hans um þá sem hann unni, voru svo um skör fram, að eg benti honum stundum á, að þau væru ekki sönn. Því svaraði hann á þessa leið: “Þú veist að eg fer ekki vísvitandi með ósannindi. Það sem eg segi og skrifa er mér sann- leikur. — Ástand mitt er þannig; og eins og Stephan segir, ‘Sannleikur- inn óyggjandi og allur er ástand vort’.” Ekki er það ásetningur minn, að gera grein fyrir sálarlífi né lífsskoð- un Magnúsar. Eg held hann hafi ekki, sér meðvitandi, lifað eftir eða fylgt neinni hug- né heimspeki- stefnu. En nokkrum árum áður en hann dó, gerði hann mér óbeinlínis grein fyrir hugarfari sínu: “Hver maður á sinn eigin hugarheim. Eg hugsa mér þennan hugarheim minn eins og mitt andlega heimili. Þar verður að vera bjart og hlýtt inni fyrir; hvað eina innan stokks á sín- um stað, og hvergi blettur né ryk á neinu. Og eg leitast við eftir megni, að halda þetta hús mitt eins vel og hún Guðrún heldur litla heimilið okkar.” — Ætti eg að geta til um hvaða hugspekingi Magnús var and- lega skyldastur, mundi eg nefna Spinoza. Hefi eg þó vissu fyrir því, að hann hafði ekki lesið neitt af verk- um Spinoza, fyr en nokkrum vikum fyrir andlátið.. Um það leyti sem Magnús bjó á Arnheiðarstöðum, en svo nefndi hann heimilisréttarland sitt, í Geysisbygð, munu aðeins þrír eða fjórir bygðar- búar hafa mælt á enska tungu, og enginn pennafær á því máli, nema hann. Það varð því hlutskifti hans, að hafa á höndum öll ensk bréfaskifti fyrir nábúa sína, semja bænarskrár til þess opinbera, gera upp skýrslur fyr- ir skóla-skrifara, og leiðbeina frið- dómara í öllu. Og að sjálfsögðu var alt þetta endurgjaldslaust. Þó Magnús væri frábitinn, að blanda sér inn í einkamál annara, komst hann ekki hjá því. Þegar mönnum bar eitthvað á milli, hljóp vanalega annar, stundum báðir máls- aðilar til hans, að leita álits hans eða úrskurðar. Auk þess kom ekki frið- dómaranum til hugar, að hreyfa máli, án þess að ráðfæra sig við Magnús. Oftar en einu sinni sá eg þennan út- vörð réttvísinnar rölta heim að Arn- heiðarstöðum, með hvítan léreftspoka um öxlina. En í honum voru laga- bækur og önnur plögg, sem við komu embættinu. Magnús var vanur að sannfæra dómarann um að málið væri alvarlegt og all flókið og krefðist nákvæmrar yfirvegunar. Friðdómara væri best að skilja pokann eftir og koma aftur á tilteknum tíma. í milli- tíð gekk Magnús oft langar leiðir til funda við málsaðila, krafði þá sagna, talaði um fyrir þeim og sætti þá að lokum. Svo þegar til kom varð engin kæra, engin stefna, ekkert réttarhald. Og þar sem friðdómarinn var maður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.