Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Side 32

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Side 32
10 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA urnar. Á einhvern óskiljanlegan hátt, hafði hann komið fingurgómunum milli planka-endanna, um skeyti á bita, lyft endanum, sem negldur var með f jögra þumlunga saum, og brotið hann um næsta gólfbitann. Að vísu, lá illa í viðnum, en hann var ófúinn. Ólíklegt þykir mér, að við hefðum trúað þessu, hefðum við ekki verið sjónarvottar að því. Planka-búturinn var lengi til sýnis, og við ræddum margt um þetta Grettis-tak. Og varð niðurstaðan sú, að berserksgangur hefði komið á kennarann. — Þá var það sumar eitt, að bygðarbúar geng- ust fyrir að hreinsa trjástíflur, úr farveg “fljótsins”, sem ollu svo mikl- um flóðum, að nokkrar fjölskyldur máttu yfirgefa heimili sín vorlega, svo vikum skifti. Að þessu unnu ung- ir og gamlir, og var oft glatt á hjalla. Piltar, sem syndir voru, unnu þar sem vatnið var dýpst. Þess á milli flugust þeir á, stríddu körlunum og hrekkj- uðu þá, og brýndu skap þeirra, svo ekkert mátti út af bera, að þeir gerð- ust ekki ósáttir sín á milli. Fyrir ertni og ögranir strákanna, voru tveir nágrannar Magnúsar komnir dýpra í fljótið en hyggilegt var. Annar þeirra var roskinn maður, lítill en harðvítugur; hinn á besta aldri, mun stærri og talinn illvígur. Höfðu þeir áður eldað grátt silfur, og voru nú komnir í háa rifrildi, sem hlaut að enda í handalögmáli. En um leið og yngri maðurinn hrifsaði í öxl gamla mannsins, sem stóð í vatni undir höndum, var Magnús þar kominn með steyttan hnefann: “Ætlarðu að láta gamalmennið í friði?” — Svo fór það ekki lengra. — Að líkindum fanst okkur meira til um snarræði Magnús- ar og karlmensku, af því hann var sí- hræddur um, að okkur henti einhver slys. Varkárni hans í þá átt gekk svo langt, að hann lagði blátt bann við, að við klifruðum tré; og knött- urinn, sem við lékum með, mátti ekki vera þéttari en vel undinn hnykill úr ullarbandi. — Nær sem velferð okkar virtist í voða, og þó aðeins að ekki lægi mikið við, var hann hugdeigur; en hetja þegar í harðbakkana slóst. Ekki var laust við að ráðvendni Magnúsar og orðheldni gengi út í öfgar. Það er sönnu næst sem gáf- aður landi sagði um hann: “Hann Magnús er glæpsamlega ráðvandur.” Alla ævi var hann bláfátækur. Þó stóð eg hann oft að því, að gjalda þeim, sem unnu fyrir hann, meir en um var samið, eða sett var upp. — Ellistyrksins naut hann ekki, vegna lúsarlegra eftirlauna frá mentamála- deild Manitoba-fylkis. En Guðrún varð hans aðnjótandi að einhverju leyti; þó var klipið af honum, þegar Magnús fann sig knúðan til að til- kynna Saskatchewan stjórninni, að hann hefði meðtekið skáldalaun frá fslandi. — Eitt sinn, þegar hann átti heima í Marshland-bygðinni, tók hann smávegis lán, á banka í Glad- stone. Daginn sem víxillinn féll í gjalddaga, var grenjandi stórhríð, svo engum bónda kom til hugar að keyra til bæjar í slíku veðri. Magnús lagði því upp fótgangandi, þessar nítján mílur til að ljúka skuldinni. — Nærri má geta hvort nokkrum var þægð í þessu, nema honum sjálfum. Oftar en einu sinni hafði Magnús haft orð á því við mig, að hann óttað- ist ekki dauðann, en kviði fyrir ef hann hefði þjáningar í för með sér, og lét mig lofa sér, að eg sæi um, að hann fengi öll þau deyfilyf sem hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.