Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Síða 32
10
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
urnar. Á einhvern óskiljanlegan hátt,
hafði hann komið fingurgómunum
milli planka-endanna, um skeyti á
bita, lyft endanum, sem negldur var
með f jögra þumlunga saum, og brotið
hann um næsta gólfbitann. Að vísu,
lá illa í viðnum, en hann var ófúinn.
Ólíklegt þykir mér, að við hefðum
trúað þessu, hefðum við ekki verið
sjónarvottar að því. Planka-búturinn
var lengi til sýnis, og við ræddum
margt um þetta Grettis-tak. Og varð
niðurstaðan sú, að berserksgangur
hefði komið á kennarann. — Þá var
það sumar eitt, að bygðarbúar geng-
ust fyrir að hreinsa trjástíflur, úr
farveg “fljótsins”, sem ollu svo mikl-
um flóðum, að nokkrar fjölskyldur
máttu yfirgefa heimili sín vorlega,
svo vikum skifti. Að þessu unnu ung-
ir og gamlir, og var oft glatt á hjalla.
Piltar, sem syndir voru, unnu þar sem
vatnið var dýpst. Þess á milli flugust
þeir á, stríddu körlunum og hrekkj-
uðu þá, og brýndu skap þeirra, svo
ekkert mátti út af bera, að þeir gerð-
ust ekki ósáttir sín á milli. Fyrir
ertni og ögranir strákanna, voru
tveir nágrannar Magnúsar komnir
dýpra í fljótið en hyggilegt var.
Annar þeirra var roskinn maður, lítill
en harðvítugur; hinn á besta aldri,
mun stærri og talinn illvígur. Höfðu
þeir áður eldað grátt silfur, og voru
nú komnir í háa rifrildi, sem hlaut að
enda í handalögmáli. En um leið og
yngri maðurinn hrifsaði í öxl gamla
mannsins, sem stóð í vatni undir
höndum, var Magnús þar kominn með
steyttan hnefann: “Ætlarðu að láta
gamalmennið í friði?” — Svo fór það
ekki lengra. — Að líkindum fanst
okkur meira til um snarræði Magnús-
ar og karlmensku, af því hann var sí-
hræddur um, að okkur henti einhver
slys. Varkárni hans í þá átt gekk
svo langt, að hann lagði blátt bann
við, að við klifruðum tré; og knött-
urinn, sem við lékum með, mátti ekki
vera þéttari en vel undinn hnykill úr
ullarbandi. — Nær sem velferð okkar
virtist í voða, og þó aðeins að ekki
lægi mikið við, var hann hugdeigur;
en hetja þegar í harðbakkana slóst.
Ekki var laust við að ráðvendni
Magnúsar og orðheldni gengi út í
öfgar. Það er sönnu næst sem gáf-
aður landi sagði um hann: “Hann
Magnús er glæpsamlega ráðvandur.”
Alla ævi var hann bláfátækur. Þó
stóð eg hann oft að því, að gjalda
þeim, sem unnu fyrir hann, meir en
um var samið, eða sett var upp. —
Ellistyrksins naut hann ekki, vegna
lúsarlegra eftirlauna frá mentamála-
deild Manitoba-fylkis. En Guðrún
varð hans aðnjótandi að einhverju
leyti; þó var klipið af honum, þegar
Magnús fann sig knúðan til að til-
kynna Saskatchewan stjórninni, að
hann hefði meðtekið skáldalaun frá
fslandi. — Eitt sinn, þegar hann átti
heima í Marshland-bygðinni, tók
hann smávegis lán, á banka í Glad-
stone. Daginn sem víxillinn féll í
gjalddaga, var grenjandi stórhríð,
svo engum bónda kom til hugar að
keyra til bæjar í slíku veðri. Magnús
lagði því upp fótgangandi, þessar
nítján mílur til að ljúka skuldinni. —
Nærri má geta hvort nokkrum var
þægð í þessu, nema honum sjálfum.
Oftar en einu sinni hafði Magnús
haft orð á því við mig, að hann óttað-
ist ekki dauðann, en kviði fyrir ef
hann hefði þjáningar í för með sér,
og lét mig lofa sér, að eg sæi um, að
hann fengi öll þau deyfilyf sem hann