Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Qupperneq 41
UM SKÁLDIÐ BEN JONSON
19
fyrirmynd að vandvirkni í rithætti;
eg dáist að honum, en eg elska
Shakespeare”. — Ben Jonson var
gjörður að hirðskáldi (Poet Laur-
eate) í Englandi, og fékk hundrað
pund sterling í laun um árið. Það
þótti mikið fé á þeim dögum. —
Systir Marteins biskups Einars-
sonar, sú, sem var í Englandi, hét
Guðbjörg og gift enskum manni,
sem hét Robert (að skírnarnafni,
að sagt var); sumt af fólki Mar-
teins biskups Einarssonar var bú-
sett á Englandi. Jón Jónsson, af
þeirri ætt, var lengi í förum milli
íslands og Englands, flutti hann
bréf milli þeirra séra Þóröar Jóns-
sonar í Hítardal og Sir Thomas
Browne’s á árunum 1651, 1656 og
1664. Sir Thomas Browne á þá
heima í Norwich í Englandi. Hann
hefir verið 32 ára gamall, þegar
^en Jonson dó, og hefir án efa
kynst honum. (Browne er fæddur
l605, dó 1682).
Með mikilli athygli hefi eg lesið
^ftur og aftur bókina Ben Jonsons
Conversations with Drummond of
Hawthornden með skýringum og
athugasemdum eftir R. F. Patter-
son, D.Litt., og sem gefin var út í
Englandi árið 1924. Mig furðar á
því, að annar eins ágætismaður og
skáldið William Drummond of
Hawthornden (1585-1649) skyldi
ekki skrásetja annað af samtali
þeirra Ben Jonsons þá 9 eða 10 daga
sem Jonson var gestur hans í Haw-
thornden-kastalanum, en það, sem
þeir töluðu einir saman yfir ölglös-
um. En nú vita menn lítið annað
um ævi þessa mikla skálds en það
eitt sem hann (Ben) sjálfur tók
fram yfir skálum meðan hann gisti
þar. — Ef til vill reynir einhver
íslenskur fræðimaður, á síðari öld-
um, að afla sér fræðslu og upplýs-
inga um þetta mikla og ágæta
skáld; því að vafalaust eru til heim-
ildir í íslenskum skjölum frá 14.,
15. og 16. öld um hinar tíðu sam-
göngur og verslunarviðskifti milli
íslands og Englands á þeim árum,
og gæti skeð, að það kæmi einhvern
tíma ótvírætt í ljós, að Benjamin
Jonson hafi verið af norrænu kyni
— jafnvel af hreinum íslenskum
ættum.
Eftir Ben Jonson
jð þinna björtu brúna glóð
einn bikar tæmdu mér;
°g heitra kossa áfengt öl
þ!er upp ag vörum ber.
? þ°rsti, er kveikir hugsun hljóð,
hæstu svölun lér.
ýmt, ætti eg guðaveiga völ,
1 vildi eg skifta og þér.
Eg gaf þér rósir, mæra mey,
sem mark um dulda þrá,
með þeirri von, að við þinn barm
þær vexti mundu ná.
En þú mitt offur þáðir ei;
svo þeirri stundu frá
nú angan þeirra hulinn harm
míns hjarta minnir á.
—Lausleg þýðing til söngs. G.