Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Qupperneq 45
KRTRTMANN guðmundsson
Þessi störf hans héldu honum á
flakki eigi aðeins um þvert og endi-
langt ísland, heldur líka til útlanda.
Á þessum þveitingi tókst honum
þó að læra af eigin ramleik tungu-
naál og lesa flest af því, sem lesið er
undir stúdentspróf, auk ógrynni af
skáldverkum á íslensku og erlendum
málum.
Það sem hélt honum uppi á þessum
reynsluárum var, að sjálfs hans sögn,
fyrst og fremst þrjóska hans og
harka, þegar á reyndi, en líka minn-
ingin um fyrstu æskuástina — stúlku.
er hann hafði kynst sextán ára gam-
all og þekt um tveggja mánaða skeið.
Þetta mun vera fyrsta ástarævintýri
Kristmanns — fyrirmyndin, sem léð
hefir öllum síðari ástarsögum hans
• hinn bjarta, heiða blæ, er einkennir
Þær umfram það, sem flestir aðrir
landar hans hafa skrifað.
Þó að Kristmann hafi verið sí-yrkj-
andi og sískrifandi frá því hann var
strákur, þá má segja, að rithöfundar-
ferill hans hef jist fyrst 1922, er hann
§sf út ljóðakver, það er hann kallaði
Rökkursöngva (Reykjavík 1922). —
Bókmentamönnum og ritdómurum
leist sú bók eigi óvænleg til frama,
þótt eigi næði hún almannahylli að
sinni. Árið eftir freistaði hann gæf-
nnnar með því að gefa út tímaritið
Hugrnn (Akureyri 1923 og Reykja-
vík 1924). Hann gaf það út með öðr-
nm manni, en það dó í höndum þeirra.
En um ljóðin er það að segja, að
Kristmann orti þá þegar mjög lýta-
iaust, en annars virtust þau ekki
mjög frábrugðin hinum viðkvæmu
ijóðum samtíðarmannanna, ljóðum,
sem höfðu farið í taugarnar á Þór-
kergi Þórðarsyni og hrundið honum
nt í fútúrisma og hermiljóð. En þótt
bókin spáði ekki ótvírætt um framtíð
höfundarins, þá má sjá eftir á, að í
henni birtist þegar bjartsýni sú, er
höfundurinn hefir átt síðar í miklum
mæli. Loks benda kvæðin “Bylting”,
“Við eigum” og “Eg vil” til þrjósku
hans og vilja til að sigrast á öllum
erfiðleikum, uns markinu er náð.
Árið 1924 var kreppuár, en þó var
þá enginn skortur á mönnum, sem
ætluðu sér að verða miklir á rithöf-
undarbrautinni. Kristmann mun
hafa séð, að honum myndi veitast
róðurinn all þunglega heima á ís-
landi, en hinsvegar var dirfska hans
nógu mikil til að halda, að hann gæti
þá sigrað á öðrum vettvangi. Hann
tók því saman pjönkur sínar og fór til
Noregs vorið 1924. Og eftir tveggja
ára strit og nám var hann orðinn svo
slyngur í málinu, að hann gat sent
frá sér fyrstu bók sína: Islandsk
kjærlighet (íslenskar ástir, Osló
1926), á norsku ríkismáli. Hér segir
hann, meðal annars, söguna af Galdra-
Lofti, en á þá lund, að Loftur vinnur
frægan sigur á öflum myrkranna.
Kristmanni hefir víst fundist, að það
væri óþarfi að láta gamla karla eins
og Gottskálk grimma snúa á sig “í
lífsins ólgusjó”. Enda vann bókin
frægan sigur á bókamarkaðinum í
Noregi. Ritdómendur voru undrandi
yfir valdi því, sem þessi útlendingur
hafði þá þegar áunnið sér í máli og
stíl. Eftir það hefir hver bókin rekið
aðra, því Kristmann skrifaði framan
af skáldsögu á hverju ári, auk fjölda
af smásögum, sem enn hefir ekki ver-
ið safnað í heild.
Kristmann var í Noregi þar til 1933.
Það sumar var hann heima á íslandi,
og var honum þá haldið samsæti áður
en hann færi aftur af landi burt. Þá