Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Qupperneq 50
28
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þjóðarheild. Örlög þessara manna fá
á menn, enda eru persónulýsingarn-
ar, eins og oftast í bókum Krist-
manns, gerðar af mikilli kunnustu.
Bókin hefir á sér rómantískan blæ,
eins og títt er í slíkum sögum, en þó
ekki svo að höfundur skirrist við að
bregða upp dökkri mynd af fyrsta
hallærinu, sem gengur yfir sveitina.
Þetta er tvímælalaust ein af bestu
sögum, sem samdar hafa verið um fs-
land til forna. Vera höfundar í Nor-
egi hefir opnað augu hans fyrir mis-
mun sveitunga í ýmsum héruðum, og
kemur það betur fram í bók hans, en
eg hef séð hjá nokkrum öðrum höf-
undi. Af írskum heimildum hefir
höfundur lesið Tain bo Cualnge, auk
annara heimilda, sem mér er ekki
kunnugt um. Þessi saga varð mjög
vinsæl á Norðurlöndum. Jörgen
Bukhdal taldi hana skipa höfundi á
bekk með stórskáldum Norðurlanda.
Jordens barn — Börn jaröar, —
kom út í Osló 1934 en í Reykjavík
1935. Börn jaröar er saga um konu
af góðum gömlum ættum, sem velur
sér mann í trássi við ættina, og tekur
svo afleiðingunum. Þessi kona er af
sama toga spunnin og Halldór í
Morgni lífsins. Maðurinn, sem hún
býr með í ást en fátækt, hefir seiglu
þá, sem ekki er óalgeng með íslend-
ingum, en hann hefir líka ágalla þá,
sem þessari seiglu fylgja: hættulega
leti og framtaksleysi. “Bústu við því
illa, það góða skaðar þig ekki” er
heimspeki hans, en kona hans er ó-
drepandi í bjartsýni sinni — eins og
höfundurinn.
Lampen (Lampinn, Osló 1936) hef-
ir dálítið af ættarsögunum, en er þó
eiginlega svipaðri þáttunum, því
aðaláherslan liggur á sálarlífslýsing-
unni, eins og í þeim. Þetta er saga
um ástríður, freistingar og von.
Næsta verk Kristmanns Guð-
mundssonar, er hin mikla skáldsaga
Gyöjan og uxinn. Fyrra bindi þeirr-
ar sögu kom út í Reykjavík 1937, en
bæði bindin komu út á norsku undir
titlinum Gudinnen og oksen í Osló
1938. Loks kom ensk þýðing undir
titlinum: Winged Citadel; translated
by Barrows Mussey, New York, 1940.
Þetta mikla verk er söguleg skáld-
saga í stórum stíl, sem gerist á Krít
á 14. öld fyrir Krists burð. Það verð-
ur altaf leyfilegt að efast um sann-
fræði minningarlýsinga frá svo fjar-
lægu og lítt kunnu tímabili, enda
skerðir efi sá ekki gildi bókarinnar,
ef lýsingar hennar eru annars senni-
legar. Hitt er víst að höfundurinn
hefir kynt sér nýjustu, eða a. m. k.
nýlegar rannsóknir um hina merki-
legu forsögu Krítar.l) En þessi há-
menning Krítar, eins og Kristmann
lýsir henni, með síðsumarsblæ og
ekki allfá merki rots og hnignunar,
minnir eigi alllítið á menningu Eng-
lands fyrir stríðið, enda munaði mjóu
að hún hryndi, eins og menning Krít-
ar og heimsveldi féll í rústir fyrir
árásum hinna herskáu Akkea. Og lík-
lega hafa Þjóðverjar þótst kenna
ættarmótið með sér og Akkeum, og
þótt raunlítið til koma, annars er vant
að sjá, hvers vegna þeir skyldu banna
útkomu bókarinnar í Þýskalandi. En
1) Emil Smith grískukennari við há-
skólann í Osló, er skriíað hefir bók um
Hellas fyrir daga Hómers, lætur svo um
mælt að náttúrulýsingar Kristmanns í
þessari bók “sé framúrskarandi góðar”
og að höfundur hafi notað hið fornfræði-
lega efni eins langt og það nær af mik-
illi leikni.