Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Síða 68

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Síða 68
46 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA jaka og hafísbreiður suður með ströndum landsins. Þetta tefur oft sáningu og jurtagróður svo mjög, að túlípanar, daffódílar og lælakar blómstra ekki fyr en í fyrstu viku júlímánaðar. Kál, rófur og aðrar matjurtir eru ekki settar í jörð fyr en eftir miðjan júní. Úrkoman er mátuleg og nokkurn vegin jöfn árið um kring, að jafnaði 45—50 þuml- ungar á ári; og af þeim ástæðum eru tún og hagar í Nýfundnalandi eins fagurgræn og á írlandi, Færeyjum eða íslandi. Ekki má svo við þetta skilja, að ekki sé minst íbúa landsins. Frum- byggjendurnir voru Indíánar, að lík- indum hliðargrein af hinum norður- amerísku Algonquins; þeir nefndu sig Beotuks, og höfðu sérkennilega tungu og þjóðarsiði. Þeir voru her- skáir og héldu vörð um frelsi sitt og sjálfstæði, og af því leiddi, að í byrj- un nítjándu aldar höfðu þeir verið upprættir eða reknir á brott fyrir þýðingarlausar óeirðir við hina hvítu landnema. Montagnis-indíánar og Skrælingjar frá Larbador komu af og til yfir Klukkueyjarsund til fiski og dýraveiða, en virtust enga tilraun gera til að setjast að, og skildu því engar menjar eftir. Micmac-indíánar frá Breton skaganum í Nýja Skot- landi komu hingað einnig til veiða, að undirlagi og með tilstyrk hvítra manna, um miðja átjándu öld, en þeim mistókst einnig að festa hér rætur; og aðeins örfáir af niðjum þeirra búa í Nýfundnalandi nú á dögum. Ekki er ólíklegt að hinir hvítu íbúar Græn- lands hafi komið hér við á ferðum sínum suður á bóginn í leit að bygg- ingarvið og öðrum nauðsynjum; en hafi þeir nokkru sinni átt hér dvöl, þá sjást þess nú engin merki. Þrátt fyrir það, að Englendingar, Frakkar, Spánverjar og Portugalar höfðu sett upp fiskistöðvar og kaup- tún skömmu eftir að Cabot fann landið, og að St. John’s var alþjóða bústaður og í uppgangi, strax snemma á tíð, var engin veruleg til- raun gerð til að byggja landið fyr en Sir Humphrey Gilbert sigldi inn á St. John’s höfn 1583 og setti landið formlega undir stjórn Elísabetar Englands drotningar. Um langar, tíma eftir það voru sífeldar erjur í milli Frakka og Englendinga, því hvorir tveggja voru þá að berjast um yfirráðin yfir Norður Ameríku; síð- ar kom svo ameríska stjórnarbylt- ingin. En meðan á öllu þessu stóð, gleymdust hér um bil öll félags og fjárhags mál nýlendunnar, og bygg- ing landsins stóð alveg í stað. Smám- saman var með málamiðlun og samn- ingum liðkað svo til, að yfirráð Eng- lands yfir landinu voru að fullu við- urkend seint á átjándu öld. Innflutn- ingur var þá í fyrsta sinn leyfður, og fjöldi fólks streymdi nú inn í landið fult áhuga að leita hamingjunnar í nýju umhverfi. írar voru þá öllum framar í því að flytja vestur yfir haf- ið. Síðan hefir verið stöðug, en þó hægfara, mannfjölgun í landinu; og nú eru í kringum 350,000 íbúar, aðal- lega af enskum, írskum og skotskum uppruna, ásamt strjálingi af niðjum hinna fyrstu Frakka, Spánverja og Portúgala. Flestir hinna síðast nefndu búa í litlum einangruðum kauptúnum og þorpum út með sjávar- ströndunum, og er langkærast að draga lífsuppeldi sitt úr sjónum. — Smámsaman hafa þeir þó látið leið-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.