Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 68
46
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
jaka og hafísbreiður suður með
ströndum landsins. Þetta tefur oft
sáningu og jurtagróður svo mjög, að
túlípanar, daffódílar og lælakar
blómstra ekki fyr en í fyrstu viku
júlímánaðar. Kál, rófur og aðrar
matjurtir eru ekki settar í jörð fyr
en eftir miðjan júní. Úrkoman er
mátuleg og nokkurn vegin jöfn árið
um kring, að jafnaði 45—50 þuml-
ungar á ári; og af þeim ástæðum eru
tún og hagar í Nýfundnalandi eins
fagurgræn og á írlandi, Færeyjum
eða íslandi.
Ekki má svo við þetta skilja, að
ekki sé minst íbúa landsins. Frum-
byggjendurnir voru Indíánar, að lík-
indum hliðargrein af hinum norður-
amerísku Algonquins; þeir nefndu
sig Beotuks, og höfðu sérkennilega
tungu og þjóðarsiði. Þeir voru her-
skáir og héldu vörð um frelsi sitt og
sjálfstæði, og af því leiddi, að í byrj-
un nítjándu aldar höfðu þeir verið
upprættir eða reknir á brott fyrir
þýðingarlausar óeirðir við hina hvítu
landnema. Montagnis-indíánar og
Skrælingjar frá Larbador komu af og
til yfir Klukkueyjarsund til fiski og
dýraveiða, en virtust enga tilraun
gera til að setjast að, og skildu því
engar menjar eftir. Micmac-indíánar
frá Breton skaganum í Nýja Skot-
landi komu hingað einnig til veiða,
að undirlagi og með tilstyrk hvítra
manna, um miðja átjándu öld, en þeim
mistókst einnig að festa hér rætur;
og aðeins örfáir af niðjum þeirra búa
í Nýfundnalandi nú á dögum. Ekki
er ólíklegt að hinir hvítu íbúar Græn-
lands hafi komið hér við á ferðum
sínum suður á bóginn í leit að bygg-
ingarvið og öðrum nauðsynjum; en
hafi þeir nokkru sinni átt hér dvöl,
þá sjást þess nú engin merki.
Þrátt fyrir það, að Englendingar,
Frakkar, Spánverjar og Portugalar
höfðu sett upp fiskistöðvar og kaup-
tún skömmu eftir að Cabot fann
landið, og að St. John’s var alþjóða
bústaður og í uppgangi, strax
snemma á tíð, var engin veruleg til-
raun gerð til að byggja landið fyr en
Sir Humphrey Gilbert sigldi inn á
St. John’s höfn 1583 og setti landið
formlega undir stjórn Elísabetar
Englands drotningar. Um langar,
tíma eftir það voru sífeldar erjur í
milli Frakka og Englendinga, því
hvorir tveggja voru þá að berjast um
yfirráðin yfir Norður Ameríku; síð-
ar kom svo ameríska stjórnarbylt-
ingin. En meðan á öllu þessu stóð,
gleymdust hér um bil öll félags og
fjárhags mál nýlendunnar, og bygg-
ing landsins stóð alveg í stað. Smám-
saman var með málamiðlun og samn-
ingum liðkað svo til, að yfirráð Eng-
lands yfir landinu voru að fullu við-
urkend seint á átjándu öld. Innflutn-
ingur var þá í fyrsta sinn leyfður, og
fjöldi fólks streymdi nú inn í landið
fult áhuga að leita hamingjunnar í
nýju umhverfi. írar voru þá öllum
framar í því að flytja vestur yfir haf-
ið. Síðan hefir verið stöðug, en þó
hægfara, mannfjölgun í landinu; og
nú eru í kringum 350,000 íbúar, aðal-
lega af enskum, írskum og skotskum
uppruna, ásamt strjálingi af niðjum
hinna fyrstu Frakka, Spánverja og
Portúgala. Flestir hinna síðast
nefndu búa í litlum einangruðum
kauptúnum og þorpum út með sjávar-
ströndunum, og er langkærast að
draga lífsuppeldi sitt úr sjónum. —
Smámsaman hafa þeir þó látið leið-