Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Side 80
58
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
kirkjunnar sem þjóðfélagslegrar
stofnunar:
Og hvað sem allir heimsins klerkar
kenna,
var kirkjan til þess gerð að líkna —
brenna,
og verða þannig lífgjafi og ljósa
lýðsins, sem var að svelta í hel og frjósa,
og letra sjálf, með logunum sínum
björtu,
sin lög, sitt orð í mannleg hjörtu.
Hinsvegar er grunt á einlægri og
djúpri trúarkend í kvæðum Davíðs
Stefánssonar, eins og þegar hefir
verið bent á, og kemur það fagurlega
fram í hinu milda kvæði “í muster-
inu” í þessari ljóðabók hans og þá
eigi síður í hinu angurblíða kvæði
“Við leitum”, þar sem umbótaþrá
sannleiksleitandi sálar og djúpstæð
trúarhneigð renna saman í eitt:
Af mannablóði er moldin rauð.
Þeir máttugu dafna
og silfri safna,
en sálin er snauð.
Gef okkur vit til að velja og hafna.
Veit okkur daglegt brauð.
Lát hendurnar ryðja helga vegi.
Lát hugann stefna mót sól og degi,
sem boða andlegan auð.
Sálin er glötuð, þó gull hún eigi,
ef guðsþrá hennar er dauð.
Annars ber þess að geta um mann-
félags-ádeilur Davíðs í heild sinni,
eins og ljóst hlýtur að verða öllum,
sem eigi lesa þær með lituðum gler-
augum, að hann hefir ekki í þeim efn-
um gengið á mála hjá neinni sér-
stakri þjóðfélagsstefnu, en lítur á þau
viðfangsefni frá sjónarmiði hins til-
finningaríka, víðsýna og vitra skálds,
sem sér ljóslega brýna þörf þjóðfé-
lagslegra umbóta og á bæði skap, ein-
urð og hæfileika til þess að draga at-
hygli manna eftirminnilega að mann-
félagsmeinunum. Þetta viðhorf gefur
slíkum kvæðum hans víðtækara og
varanlegra gildi, en ef þau væru
bundin við sérstaka stefnu eða stétt.
En þó merkilegra og ágætra ádeilu-
kvæða gæti mikið í umræddu ljóða-
safni skáldsins, er þar af mikilli list
leikið á stórum fleiri strengi hörp-
unnar. Hér er hið léttstíga og yndis-
fagra vorkvæði hans “Björt nótt”, og
hið prýðilega gamankvæði “Sálin
hans Jóns míns”, andríkt og fyndið í
senn. Heppilega skiftast þar á gletni
og alvara, eftir því sem fellur best að
efninu, og er hér aftur sýn list skálds-
ins í blæ- og bragbrigðum.
Þá sjást þess ósjaldan glögg merki
í þessari bók Davíðs, eins og miklu
víðar í kvæðum hans, að hann er
rómantískt skáld, unnandi f jarrænn-
ar og draumrænnar fegurðar, þó að
hann sé að öðrum þræði raunsær, í
ádeilum sínum og sumum lýsingum,
t .d. “Með lestinni”. Draumlyndi
hans og fegurðarþrá lýsir sér í ljóð-
línum sem þessum úr kvæðinu “Eg
vil fara”, þar sem hann þráir að:
hvíla á mjúkum mosa
við hið milda stjörnuskin,
með eilifðina eina
fyrir unnustu og vin.
Annarsstaðar finnur sú þrá hans og
leit sér framrás í kvæðum eins og
“Bláfjöll”, í ást á dölum og fjöllum-
á sveitafegurð og friðsælu
Kletturinn er min konungshöll,
kirkja mín tindur, þakinn mjöll,
helguð heilögum anda.
Þar vex og hækkar mín hugsun öll,
uns himnarnir opnir standa.