Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Síða 80

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Síða 80
58 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA kirkjunnar sem þjóðfélagslegrar stofnunar: Og hvað sem allir heimsins klerkar kenna, var kirkjan til þess gerð að líkna — brenna, og verða þannig lífgjafi og ljósa lýðsins, sem var að svelta í hel og frjósa, og letra sjálf, með logunum sínum björtu, sin lög, sitt orð í mannleg hjörtu. Hinsvegar er grunt á einlægri og djúpri trúarkend í kvæðum Davíðs Stefánssonar, eins og þegar hefir verið bent á, og kemur það fagurlega fram í hinu milda kvæði “í muster- inu” í þessari ljóðabók hans og þá eigi síður í hinu angurblíða kvæði “Við leitum”, þar sem umbótaþrá sannleiksleitandi sálar og djúpstæð trúarhneigð renna saman í eitt: Af mannablóði er moldin rauð. Þeir máttugu dafna og silfri safna, en sálin er snauð. Gef okkur vit til að velja og hafna. Veit okkur daglegt brauð. Lát hendurnar ryðja helga vegi. Lát hugann stefna mót sól og degi, sem boða andlegan auð. Sálin er glötuð, þó gull hún eigi, ef guðsþrá hennar er dauð. Annars ber þess að geta um mann- félags-ádeilur Davíðs í heild sinni, eins og ljóst hlýtur að verða öllum, sem eigi lesa þær með lituðum gler- augum, að hann hefir ekki í þeim efn- um gengið á mála hjá neinni sér- stakri þjóðfélagsstefnu, en lítur á þau viðfangsefni frá sjónarmiði hins til- finningaríka, víðsýna og vitra skálds, sem sér ljóslega brýna þörf þjóðfé- lagslegra umbóta og á bæði skap, ein- urð og hæfileika til þess að draga at- hygli manna eftirminnilega að mann- félagsmeinunum. Þetta viðhorf gefur slíkum kvæðum hans víðtækara og varanlegra gildi, en ef þau væru bundin við sérstaka stefnu eða stétt. En þó merkilegra og ágætra ádeilu- kvæða gæti mikið í umræddu ljóða- safni skáldsins, er þar af mikilli list leikið á stórum fleiri strengi hörp- unnar. Hér er hið léttstíga og yndis- fagra vorkvæði hans “Björt nótt”, og hið prýðilega gamankvæði “Sálin hans Jóns míns”, andríkt og fyndið í senn. Heppilega skiftast þar á gletni og alvara, eftir því sem fellur best að efninu, og er hér aftur sýn list skálds- ins í blæ- og bragbrigðum. Þá sjást þess ósjaldan glögg merki í þessari bók Davíðs, eins og miklu víðar í kvæðum hans, að hann er rómantískt skáld, unnandi f jarrænn- ar og draumrænnar fegurðar, þó að hann sé að öðrum þræði raunsær, í ádeilum sínum og sumum lýsingum, t .d. “Með lestinni”. Draumlyndi hans og fegurðarþrá lýsir sér í ljóð- línum sem þessum úr kvæðinu “Eg vil fara”, þar sem hann þráir að: hvíla á mjúkum mosa við hið milda stjörnuskin, með eilifðina eina fyrir unnustu og vin. Annarsstaðar finnur sú þrá hans og leit sér framrás í kvæðum eins og “Bláfjöll”, í ást á dölum og fjöllum- á sveitafegurð og friðsælu Kletturinn er min konungshöll, kirkja mín tindur, þakinn mjöll, helguð heilögum anda. Þar vex og hækkar mín hugsun öll, uns himnarnir opnir standa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.