Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Side 88

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Side 88
66 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA einnig farinn að fást við leikritagerð, þótti það að vonum merkileg tíðindi, þegar það fréttist, að hann hefði í smíðum stóra skáldsögu, og vitanlega lék þeim forvitni á að sjá, hvernig Ijóðsnillingnum tækist glíman við skáldsagnagerðina, jafn fjarskyld og hún er ljóðrænum kveðskap. Síðan kom þessi skáldsaga Davíðs, Solon Islandus, sem menn höfðu beðið eft- ir með óvenjulegri eftirvæntingu, haustið 1940. Og er hér ekki um neitt smáræðisverk að ræða að vöxt- um til, tveggja binda bók, rúmar 600 blaðsíður að stærð. Hitt skiftir þó miklu meira máli, að allir, sem um þetta rit hafa skrifað af sanngirni og skilningi, Ijúka upp einum munni um það, að hér sé bæði um mikla og merkilega skáldsögu að ræða, enda þó skoðanir geti orðið skiftar um einstök atriði hennar og meðferð þeirra, og fer það að vonum, jafn víð- feðmt og margþætt og þetta skáld- verk er. Það er og til marks um vin- sældir þess, að önnur útgáfa kom út árið 1941. Hvað vakir svo sérstaklega fyrir höfundinum með þessari umfangs- miklu skáldsögu hans. Best er að láta hann svara þeirri spurningu sjálfan, en það gerði hann með eftirfarandi orðum í viðtali við Morgunblaöiö um það leyti, sem bókin kom út: “Þetta er fyrsta skáldsaga mín. Segir hún frá Sölva Helgasyni, hin- um alkunna landshorna flakkara. — Sjálfur nefndi hann sig oft Solon Is- landus, táknrænt nafn, og þótti mér vel hæfa að sá væri titill bókarinnar. Ætlun mín var, að Sölvi birtist þjóð- inni í allri sinni nekt, þess vegna neyddist eg til að varpa frá mér allri miskunnsemi. Hann er einskonar samnefnari þeirra vandræðamanna, sem reyna að vega á móti niðurlæg- ingu sinni, en missa jafnvægið og fyllast brjálæðiskendu stórlæti. Lífs- lygin verður svölun hans og sjálfs- vörn, og loks tekst honum að Ijúga sig í sátt við sitt eigið auðnuleysi.” Þá var höfundur spurður þeirrar spurningar, hvort hann hefði haft bókina lengi í smíðum, og var svar hans á þessa leið: “Þegar eg var barn að aldri, heyrði eg Sölva oft getið. Sumt af nánasta ættfólki mínu hafði árum saman dval- ið í Sléttuhlíð, samtíða Sölva, og hafði frá mörgu að segja. Eg varð honum því snemma kunnugur, safn- aði drögum til sögunnar og loks hófst eg handa. Ýms fyrirbrigði í íslensku þjóðlífi síðustu ára urðu mér hvöt til að vinna þetta verk. Sagan um Sölva- eðlið er nútíðarsaga, þótt hún gerist fyrir nokkrum áratugum.” Skáldsaga þessi ber þess einnig ljósan vott, að hvergi hefir verið kastað höndum til samningar hennar; hinn vandvirkni fræðimaður og hið skilnings- og samúðarríka skáld eru þar alstaðar að verki. Er ekki erfitt að gera sér í hugarlund, hversu mikil elja og þolgæði í starfi liggja að baki slíks skáldverks, þar sem alt verður að vega og meta, ef vel á að fara. Héi er einnig ósvikið raunsæi í frásögn og mannlýsingum, ömurlegu og um margt ófögru aldarfari lýst hrein- skilningslega og trúlega, samhliða djarflegri og vægðarlausri gagnrýni. Ljóðræns frásagnarháttar, eins og vænta mátti, gætir þó víða í sögunni, og í sumum fegurstu og áhrifamestu köflum hennar. Bókin hefst með snjöllu og merki- legu forspjalli, þar sem höfundur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.