Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Síða 88
66
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
einnig farinn að fást við leikritagerð,
þótti það að vonum merkileg tíðindi,
þegar það fréttist, að hann hefði í
smíðum stóra skáldsögu, og vitanlega
lék þeim forvitni á að sjá, hvernig
Ijóðsnillingnum tækist glíman við
skáldsagnagerðina, jafn fjarskyld og
hún er ljóðrænum kveðskap. Síðan
kom þessi skáldsaga Davíðs, Solon
Islandus, sem menn höfðu beðið eft-
ir með óvenjulegri eftirvæntingu,
haustið 1940. Og er hér ekki um
neitt smáræðisverk að ræða að vöxt-
um til, tveggja binda bók, rúmar 600
blaðsíður að stærð. Hitt skiftir þó
miklu meira máli, að allir, sem um
þetta rit hafa skrifað af sanngirni og
skilningi, Ijúka upp einum munni
um það, að hér sé bæði um mikla og
merkilega skáldsögu að ræða, enda
þó skoðanir geti orðið skiftar um
einstök atriði hennar og meðferð
þeirra, og fer það að vonum, jafn víð-
feðmt og margþætt og þetta skáld-
verk er. Það er og til marks um vin-
sældir þess, að önnur útgáfa kom út
árið 1941.
Hvað vakir svo sérstaklega fyrir
höfundinum með þessari umfangs-
miklu skáldsögu hans. Best er að láta
hann svara þeirri spurningu sjálfan,
en það gerði hann með eftirfarandi
orðum í viðtali við Morgunblaöiö um
það leyti, sem bókin kom út:
“Þetta er fyrsta skáldsaga mín.
Segir hún frá Sölva Helgasyni, hin-
um alkunna landshorna flakkara. —
Sjálfur nefndi hann sig oft Solon Is-
landus, táknrænt nafn, og þótti mér
vel hæfa að sá væri titill bókarinnar.
Ætlun mín var, að Sölvi birtist þjóð-
inni í allri sinni nekt, þess vegna
neyddist eg til að varpa frá mér allri
miskunnsemi. Hann er einskonar
samnefnari þeirra vandræðamanna,
sem reyna að vega á móti niðurlæg-
ingu sinni, en missa jafnvægið og
fyllast brjálæðiskendu stórlæti. Lífs-
lygin verður svölun hans og sjálfs-
vörn, og loks tekst honum að Ijúga
sig í sátt við sitt eigið auðnuleysi.”
Þá var höfundur spurður þeirrar
spurningar, hvort hann hefði haft
bókina lengi í smíðum, og var svar
hans á þessa leið:
“Þegar eg var barn að aldri, heyrði
eg Sölva oft getið. Sumt af nánasta
ættfólki mínu hafði árum saman dval-
ið í Sléttuhlíð, samtíða Sölva, og
hafði frá mörgu að segja. Eg varð
honum því snemma kunnugur, safn-
aði drögum til sögunnar og loks hófst
eg handa. Ýms fyrirbrigði í íslensku
þjóðlífi síðustu ára urðu mér hvöt til
að vinna þetta verk. Sagan um Sölva-
eðlið er nútíðarsaga, þótt hún gerist
fyrir nokkrum áratugum.”
Skáldsaga þessi ber þess einnig
ljósan vott, að hvergi hefir verið
kastað höndum til samningar hennar;
hinn vandvirkni fræðimaður og hið
skilnings- og samúðarríka skáld eru
þar alstaðar að verki. Er ekki erfitt
að gera sér í hugarlund, hversu mikil
elja og þolgæði í starfi liggja að baki
slíks skáldverks, þar sem alt verður
að vega og meta, ef vel á að fara. Héi
er einnig ósvikið raunsæi í frásögn og
mannlýsingum, ömurlegu og um
margt ófögru aldarfari lýst hrein-
skilningslega og trúlega, samhliða
djarflegri og vægðarlausri gagnrýni.
Ljóðræns frásagnarháttar, eins og
vænta mátti, gætir þó víða í sögunni,
og í sumum fegurstu og áhrifamestu
köflum hennar.
Bókin hefst með snjöllu og merki-
legu forspjalli, þar sem höfundur