Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Side 94

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Side 94
72 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA björg hafði heimili í Chicago gerði honum auðveldara með byrjun. Þessi samstiltu tildrög til þess er verða átti líkjast mjög þeirri forsjón sem svo oft virðist ráða fram úr í lífi manna. Að treysta henni einvörðungu getur verið fótakefli. Öðru máli er að gegna þegar einstaklings framtakið hagnýtir sér þau tækifæri, sem at- vikin leggja til. Nú byrjar mjög merkur og afger- andi þáttur í lífi Hjartar. Hjá hon- um var brennandi þrá eftir þekkingu, en sú tilsögn er hann hlaut náði lítið lengra en að kenna honum að lesa og veita undirstöðu í hinum almennu greinum barnaskólans. Séð hefi eg það staðhæft að hann hafi komist í sjöunda bekk barnaskólans. Mig minnir sterklega að hann segði mér sjálfur að hann hefði komist í fimta . bekk og auk þess notið kvöldskóla einn vetur eins og þegar hefir verið vikið að. En hvort heldur er rétt, stendur það óhaggað að hann var eig- inlega að öllu leyti sjálfmentaður. Ferill hans ber því vitni hve langt verður komist þegar hugur fylgir máli hjá efnismanni, þó tækifæri virðist lítil. Hvert brot af þekkingu féll hjá honum í góðan jarðveg og margfaldaðist. Það varð lykillinn að framför hans. Hann átti líka það áræði er til þess þarf að ryðja sér braut og þá festu, er ekki lætur berast fyrir straumi. Um eða innanvið tvítugt tekur hann að öllu leyti að sjá fyrir sér sjálfur. Úrræði hans þá bera glöggan vott um upplag hans. Hann lætur ekki skjótan ávinning ráða vali, heldur hitt að geta fengist við það efni er hann hafði hug á. Hann réðist hjá manni er í smáum stíl smíðaði ýms rafáhöld. Kaupið var fjórir dollarar um vikuna. Hefir það verið knappur kostur í Chicago. En alt var með ráði gert. Tvo dollara á viku greiddi hann fyrir lélegt hús- næði og morgunverð. Annar dollar til varð að nægja fyrir aðrar máltíð- ir. Síðasti dollarinn var helgaður bókakaupum. Föt er hann átti urðu að endast þar til kauphækkun feng- ist, en það beið á annað ár. Það, sem gerði alt bærilegt, var að við atvinn- una var hann að læra stafrof þeirrar fræði er heillaði hann. Allar frístund- ir gengu til þess að kanna lengra leið þekkingarinnar eftir því sem föng voru á. Næst ástundun og vakandi hug var sú tiltrú, er hann ávann sér hjá húsbændum sínum, meginatriði í því að greiða honum veg. Hann lét sér aldrei nægja að kasta höndum að neinu, heldur leysti hvert hlutverk. þó smátt væri, af hendi með ná- kvæmni og trúmensku. Þannig fór honum sjálfum stöðugt fram og þaö álit festist við hann að hann vseri ábyggilegur og trúverðugur í einU og öllu. Sá bakhjarl er hann átti 1 arfgengu upplagi og heilbrigðu upp' eldi reyndist honum haldgóður. Hag' ur hans fór batnandi svo að með nýtn1 og sparsemi tókst honum að leggj3 fyrir af kaupi sínu. Þegar hann hafð1 komist yfir fjögur hundruð dollara varð hann að leysa úr þeim vanda hvernig hann best gæti varið þei10 sér til gagns. Það kom í huga hans að leita skólanáms, en hann féll fra því. Honum var svo tamt að fara eig' in leiðir að hann hlaut að mestu aó vera áfram sinn eigin kennari. Han11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.