Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Page 94
72
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
björg hafði heimili í Chicago gerði
honum auðveldara með byrjun. Þessi
samstiltu tildrög til þess er verða átti
líkjast mjög þeirri forsjón sem svo
oft virðist ráða fram úr í lífi manna.
Að treysta henni einvörðungu getur
verið fótakefli. Öðru máli er að
gegna þegar einstaklings framtakið
hagnýtir sér þau tækifæri, sem at-
vikin leggja til.
Nú byrjar mjög merkur og afger-
andi þáttur í lífi Hjartar. Hjá hon-
um var brennandi þrá eftir þekkingu,
en sú tilsögn er hann hlaut náði lítið
lengra en að kenna honum að lesa og
veita undirstöðu í hinum almennu
greinum barnaskólans. Séð hefi eg
það staðhæft að hann hafi komist í
sjöunda bekk barnaskólans. Mig
minnir sterklega að hann segði mér
sjálfur að hann hefði komist í fimta
. bekk og auk þess notið kvöldskóla
einn vetur eins og þegar hefir verið
vikið að. En hvort heldur er rétt,
stendur það óhaggað að hann var eig-
inlega að öllu leyti sjálfmentaður.
Ferill hans ber því vitni hve langt
verður komist þegar hugur fylgir
máli hjá efnismanni, þó tækifæri
virðist lítil. Hvert brot af þekkingu
féll hjá honum í góðan jarðveg og
margfaldaðist. Það varð lykillinn að
framför hans.
Hann átti líka það áræði er til
þess þarf að ryðja sér braut og þá
festu, er ekki lætur berast fyrir
straumi. Um eða innanvið tvítugt
tekur hann að öllu leyti að sjá fyrir
sér sjálfur. Úrræði hans þá bera
glöggan vott um upplag hans. Hann
lætur ekki skjótan ávinning ráða
vali, heldur hitt að geta fengist við
það efni er hann hafði hug á. Hann
réðist hjá manni er í smáum stíl
smíðaði ýms rafáhöld. Kaupið var
fjórir dollarar um vikuna. Hefir það
verið knappur kostur í Chicago. En
alt var með ráði gert. Tvo dollara á
viku greiddi hann fyrir lélegt hús-
næði og morgunverð. Annar dollar
til varð að nægja fyrir aðrar máltíð-
ir. Síðasti dollarinn var helgaður
bókakaupum. Föt er hann átti urðu
að endast þar til kauphækkun feng-
ist, en það beið á annað ár. Það, sem
gerði alt bærilegt, var að við atvinn-
una var hann að læra stafrof þeirrar
fræði er heillaði hann. Allar frístund-
ir gengu til þess að kanna lengra leið
þekkingarinnar eftir því sem föng
voru á.
Næst ástundun og vakandi hug
var sú tiltrú, er hann ávann sér hjá
húsbændum sínum, meginatriði í því
að greiða honum veg. Hann lét sér
aldrei nægja að kasta höndum að
neinu, heldur leysti hvert hlutverk.
þó smátt væri, af hendi með ná-
kvæmni og trúmensku. Þannig fór
honum sjálfum stöðugt fram og þaö
álit festist við hann að hann vseri
ábyggilegur og trúverðugur í einU
og öllu. Sá bakhjarl er hann átti 1
arfgengu upplagi og heilbrigðu upp'
eldi reyndist honum haldgóður. Hag'
ur hans fór batnandi svo að með nýtn1
og sparsemi tókst honum að leggj3
fyrir af kaupi sínu. Þegar hann hafð1
komist yfir fjögur hundruð dollara
varð hann að leysa úr þeim vanda
hvernig hann best gæti varið þei10
sér til gagns. Það kom í huga hans
að leita skólanáms, en hann féll fra
því. Honum var svo tamt að fara eig'
in leiðir að hann hlaut að mestu aó
vera áfram sinn eigin kennari. Han11